Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnFlokkur frjálshyggju og gróðasjónarmiða

föstudagur, 28. nóvember 2003

  

 

Mikil breyting hefur orðið á Sjálfstæðisflokknum á því tímabili sem flokkurinn hefur starfað. Um tíma var flokkurinn mjög frjálslyndur og gat fallist á ýmis mikilvæg umbótamál launafólks en á síðari árum hefur flokkurinn orðið öfgafullur frjálshyggjuflokkur og hefur færst verulega til hægri.

 Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið í gegnum nokkur skeið.Í fyrstu  var flokkurinn harður íhaldsflokkur,sem  hélt ákveðið fram einkarekstri og gróðasjónarmiðum í atvinnurekstri.  Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi var það kallað á pappírnum. Á  því tímabili barðist Sjálfstæðisflokkurinn hatrammlega gegn öllum umbótamálum Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar,eins og alþýðutryggingum,togaravökulögum og byggingu verkamannabústaða. Alþýðuflokkurinn kom fyrstu alþýðutryggingunum ( almannatryggingum) á  í samvinnu við Framsóknarflokkinn.Þáttaskil urðu  í stefnu Sjálfstæðisflokksins við myndun “nýsköpunarstjórnarinnar”. Þá tók við tímabil aukins frjálslyndis og umbótavilja í sögu Sjálfstæðisflokksins.Undir forustu Ólafs Thors samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn við myndun ríkisstjórnar árið 1944 tillögur Alþýðuflokksins um almannatryggingar, sem var eitt af helstu málum  “nýsköpunarstjórnarinnar”. Fleiri umbótamál launafólks samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn í tíð þeirrar ríkisstjórnar en auk Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sat Sósialistaflokkurinn í þeirri stjórn.Stærsta mál stjórnarinnar var endurnýjun atvinnutækja þjóðarinnar,þ.á.m. kaup stjórnarinnar á 32 togurum fyrir stríðsgróðann.Talið var nauðsynlegt,að opinberir aðilar, svo sem bæjarfélög, tækju við hluta hinna nýju atvinnutækja.  Ólafur Thors sýndi mikið frjálslyndi og  umbótavilja í tíð “ nýsköpunarstjórnarinnar”. Hann sveigði stefnu Sjálfstæðisflokksins nær stefnu verkalýðsflokkanna. Hið sama má segja um Bjarna Benediktsson. Hann samþykkti tillögur Alþýðuflokksins um stofnun Bæjarútgerðar  Reykjavíkur í borgarstjórn Reykjavíkur og sýndi með því mikið frjálslyndi og framsýni.Báðir þessir forustumenn og formenn Sjálfstæðisflokksins,Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson, sýndu einnig mikinn umbótavilja í tíð viðreisnarstjórnarinnar,er almannatryggingar voru stórefldar samkvæmt tillögum Alþýðuflokksins og fleiri umbótamál launafólks og almennings náðu fram að ganga.

 Á síðustu áratugum hefur  Sjálfstæðisflokkurinn færst á ný í íhaldsátt og  flokkurinn hefur tekið upp algera frjálshyggju og gróðahyggju. Á þessu tímabili hefur aðaláherslan  verið lögð á einkavæðingu og  einkarekstur en minna  hugsað um að efla velferðarstofnanir  þjóðfélagsins eins og almannatryggingar. Það er jafnvel farið að tala um að einkavæða vissa þætti innan heilbrigðisgeirans,í menntakerfinu og á sviði félagsmála!Á þessu tímabili frjálshyggju og gróðahyggju hefur misskipting  í þjóðfélaginu stóraukist. Mörg fyrirtæki hafa blindast af gróðahyggju og  hafa tekið upp ómanneskjulega  stjórnarhætti. Markmið  þeirra hefur verið  það eitt að græða sem mest.Íslenskt þjóðfélag hefur verið að breytast úr fyrirmyndar velferðarþjóðfélagi,þar sem fólk hefur tekið tillit hvert til annars, í algert gróðaþjóðfélag,þar sem menn níða skóinn hver af öðrum.

  Sjálfstæðisflokkurinn hefur villst af braut. Hann er ekki lengur flokkur allra stétta eins og hann vildi vera. Hann er nú flokkur auðmagns og gróðahyggju. Hann dregur taum fyrirtækja á kostnað launafólks. Ýmsir  fyrrverandi forustumenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt þessa stefnubreytingu flokksins. Má þar nefna Matthías Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og Sverrir Hermannsson,fyrrverandi menntamálaráðherra.Þeir hafa gagnrýnt taumlausa frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins.Matthías Bjarnason hefur harðlega gagnrýnt öfgafulla einkavæðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins.Vonandi finnur Sjálfstæðisflokkurinn á ný þann veg,sem þeir Ólafur Thors og Bjarni  Benediktsson leiddu hann inn á.

  Framsóknarflokkurinn hefur sl. 8 ár  hjálpað Sjálfstæðisflokknum til þess að framkvæma ómengaða íhaldsstefnu.Það er eins og þessir tveir flokkar framkalli það versta hvor hjá öðrum,gróðahyggju og helmingaskiptastefnu.

.

 

Björgvin Guðmundsson

 

viðskiptafræðingur

Birt í Morgunblaðinu  2003N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn