Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Stöndum vörð um heilbrigðiskerfið.Engan forgang fyrir auðmenn

þriðjudagur, 18. nóvember 2003

 Jón Kristjánsson fyrrverandi heilbrigðisráðherra stóð dyggan vörð um það,að sjúklingum yrði ekki mismunað í heilbrigðiskerfinu.Hann hélt notendagjöldum hóflegum og var andvígur háum gjöldum á sjúklinga og hann stóð gegn því,að sjúklingum yrði skipt í hópa eftir efnahag,þ.e. A og B sjúklinga..Fyrir þessa stefnufestu á Jón þakkir skilið.

En nú gerist það,að Jónína Bjartmars alþingismaður Framsóknar tilkynnir,að til umræðu og athugunar sé hvort mismuna eigi sjúklingum eftir efnahag, þe. hvort veita eigi þeim sem hafa nóga peninga forgang í heilbrigðiskerfinu.Sagt er: Hví ekki að veita þeim,sem eiga nóga peninga forgang ef það kemur ekki niður á öðrum sjúklingum.Það er ótrúlegt,að þetta sjónarmið skuli koma fram. Og mig undrar, að þingmaður Framsóknarflokksins skuli viðra þessa hugmynd án þess að mæla gegn henni. Ég treysti því,að Sif Friðleifsdóttir nýr heilbrigðisráðherra standi eins ákveðið gegn þessum hugmyndum eins og Jón Kristjánsson gerði. Hér er hætta á ferðum.

 

Árið 2003 ritaði ég eftirfarandi grein um heilbrigðiskerfið:

 

Miklar umræður hafa orðið um heilbrigðiskerfið að undanförnu. Á landsfundi Samfylkingarinnar fyrir skömmu ræddi formaðurinn,Össur Skarphéðinsson, um þau mál og varpaði því þá m.a. fram,að ef til vill ætti  að kanna  einkarekstur í vissum þáttum  heilbrigðisgeirans. Sagði hann,að þó yrði ávallt að tryggja  jafna aðkomu allra að sjúkrahúsvist og læknishjálp,óháð efnahag.Ekki mætti mismuna  sjúklingum eftir efnahag þó rekstrarformi yrði breytt að hluta til. Lagði Össur til,að Samfylkingin tæki sér eitt ár til þess að kanna þessi mál  og legði það síðan fyrir alla flokksmenn hvort gera ætti breytingar á rekstrarforminu eða ekki.

 

 Vandræðaástand í heilbrigðiskerfinu

 

 Ekki líst mér á þessar hugmyndir Össurar. Enda þótt hann hafi allan fyrirvara á,er ég hræddur um, að ef rekstrarforminu er breytt að einhverju leyti  sé búið að opna leiðina til þess að láta sjúklingana borga fyrir sjúkrahúsvist og  aðgerðir,ef ekki strax þá síðar.

Hvað er það,sem rekur á eftir því að breyta rekstrarformi í heilbrigðiskerfinu? Hvað er það sem skapar þenna mikla þrýsting á breytingar þar? Jú,það er ástandið í heilbrigðismálum. Þar ríkir vandræðaástand. Heilbrigðisráðherrum Framsóknarflokksins hefur ekki tekist að ráða bót á því. Biðlistar eru langir eftir sjúkrahúsvist og aðgerðum.Og það er ekki einu sinni unnt að komast  til heimilislæknis án þess að þurfa að bíða í viku eða lengur. Á  sama tíma eykst kostnaður við heilbrigðiskerfið.

 

Ekki hærra   en í öðrum löndum OECD

 

 Fyrir skömmu var fullyrt,að kostnaður við íslenska heilbrigðiskerfið væri hærri hér en   í nokkru  öðru landi OECD. Þetta er ekki rétt.Hér á landi er hjúkrun aldraðra o.fl. flokkað  undir heilbrigðismál  en aðrar OECD þjóðir flokka hjúkrun aldraðra undir félagsmál. Af þessu leiðir að tölur okkar og annarra OECD þjóða eru ekki sambærilegar. Ef miðað er við verga landsframleiðslu má draga ca. 1% frá heildarútgjöldum Íslendinga til heilbrigðismála til þess að fá réttan samanburð við OECD þjóðir.

 Ólafur Ólafsson,fyrrverandi landlæknir,skrifaði grein um þetta mál í Mbl. 1.oktober 2002.Í þeirri grein leiðréttir hann   rangan samanburð milli Íslands og annarra OECD ríkja. Segir hann,að eftir leiðréttingu séu útgjöld Íslendinga til heilbrigðismála 4,2% neðan við meðaltal heilbrigðisútgjalda OECD,reiknað í kaupmáttargildum ( Purchasing Power Parity). Ef miðað er við útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru útgjöld Íslands 8- 8,4 %.( eftir leiðréttingu).Er það svipað og hjá nágrannaríkjunum.

 Heilbrigðisráðuneytið segir,að á árinu 2000 hafi  heilbrigðisútgjöld í flestum ríkjum Norður-Evrópu verið  mjög svipuð eða á bilinu 2200-2800 $ á mann á jafnvirðisgengi.Samanburður á  tímabilinu 1990-1998 sýni,að Ísland hafi að meðaltali verið í 10.sæti OECD ríkja með tilliti til þess hverju þau verji í heild til heilbrigðismála.Útgjöld Íslands til heilbrigðismála námu 54 milljörðum árið 2001.

 

Ekki þörf byltingar eða breytinga á rekstrarformi

 

Hvað segja framangreindar tölur okkur? Jú þær segja okkur,að ekki er þörf neinnar  byltingar í heilbrigðismálum okkar vegna þess,að kostnaður sé meiri hér en annars staðar á Vesturlöndum. Kostnaður er mjög  sambærilegur. Ef Ísland vill vera með gott heilbrigðiskerfi þá kostar það mikið.

 

Það má breyta án einkareksturs

 

 Þar með   er ekki sagt,að  ekki þurfi að gæta aðhalds og  hagræðingar  í heilbrigðiskerfinu.En það  er unnt að gera það án þess að  breyta rekstrarforminu. Það sem er m.a. að í kerfinu í dag er það,að  of margir sjúklingar  eru  lagðir enn á dýrustu sjúkrahúsin. Þar liggja  m.a. hjúkrunarsjúklingar,sem gætu verið á ódýrari stofnunum, hjúkrunarheimilum,ef nægilegt framboð væri á þeim. Og einnig er of mikið um það,að  sjúklingar séu  lagðir inn á dýrustu sjúkrahúsin vegna aðgerða er taka skamman tíma,jafnvel einn dag og mætti framkvæma á stofum. Þessu er unnt að breyta án þess að breyta rekstrarforminu.Það þarf ekki einkarekstur til þess að ráða bót á þessu. Ég legg til,að sjúkrahús hins opinbera komi sér upp  litlum útibúum og stofum ,þar sem framkvæma mætti  minni aðgerðir,sem aðeins taka  1 dag eða minna. Með þessari breytingu mætti  spara  innlagnir á dýru sjúkrahúsin. Við það mundi sparast stórfé.

Við skulum standa vörð um heilbrigðiskerfið. Hleypum ekki  einkarekstri inn í kerfið meira en  orðið er. Ef við opnum í auknum mæli fyrir einkarekstur verður þess skammt að bíða, að  sjúklingar verði flokkaðir í A og B sjúklinga, þá ríku og þá fátækari.Við viljum ekki slíkt kerfi á Íslandi.

 

Björgvin Guðmundsson,viðskiptafræðingur

 

Enn lætur Framsókn undan íhaldinu

Forsætisráðherra skýrði frá því á blaðamannafundi 13.mars 2006,að í undirbúningi væri að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka.Þetta væri ekki endanlega ákveðið en svo virtist sem sátt væri að nást um málið milli ríkis og banka.Sjálfstæðisflokkurinn hefur sótt það fast að undanförnu að breyta Íbúðalánasjóði í heilsölubanka og bankarnir hafa barist hatrammlega fyrir þessu. Að vísu mundu bankarnir helst vilja að Íbúðalánasjóður væri lagður niður og bankarnir tækju alfarið við hlutverki sjóðsins.Margir innan Sjálfstæðisflokksins hafa stutt þessa kröfu bankanna.Fram til þessa hefur Framsókn staðið gegn þessari kröfu Sjálfstæðisflokksins en nú hefur Framsókn látið undan eins og alltaf hefur gerst í deilumálum við Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár.

 

BG


 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn