Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnSamkeppnishömlur og hringamyndanir.Nægar heimildir í núgildandi lögum.Fyrstu lög frá 1978.

miðvikudagur, 31. desember 2003

 

 

Lög um skaðlegar  samkeppnishömlur voru  fyrst sett hér á landi 1978 fyrir frumkvæði Ólafs Jóhannessonar þáverandi viðskiptaráðherra. Voru lögin samin af nefnd sem skipuð var af viðskiptaráðherra en í nefndinni voru Björgvin Guðmundsson,skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu,Georg Ólafsson,verðlagsstjóri og Gylfi Knudsen lögfræðingur. Lögin voru samin að norrænni fyrirmynd.

  Harðari ákvæði um bann gegn skaðlegum samkeppnishömlum voru sett með nýjum lögum um þessi efni  1993. Þegar olíufélögin voru sökuð um að hafa haft með sér ólögmætt verðsamráð  afsökuðu þau sig með því að lögin frá 1993 hefðu verið svo ný,að þau hefðu ekki verið búin að aðlaga sig að nýju lagaumhverfi.En þetta var kattarþvottur, þar eð fyrstu lögin um þessi efni tóku gildi þegar 1978. Olíufélögin höfðu því enga afsökun.

 

GAMALT TÍSKUORÐ

 

 Nú ræðir forsætisráðherra um að  setja   þurfi lög um hringamyndanir. Hringamyndun er gamalt tískuorð á þessu sviði  og í rauninni er hér um sama hlutinn að ræða,skaðlegar samkepnishömlur og skaðlegar hringamyndanir. Þetta er sami hluturinn. Þetta snýst um það hvort samkeppnishömlur eru skaðlegar neytendum eða ekki og hvort  vera þurfi lagaheimildir  til þess að  ógilda  samtök og samráð,sem valda skaðlegum samkeppnishömlum. Þetta snýst einnig um það hvort heimildir eigi að vera í lögum til þess að leysa upp samsteypur,sem verða markaðsráðandi og geta valdið skaðlegum samkeppnishömlum.

 Það kann vel að vera að það sé rétt hjá forsætisráðherra að setja þurfi lög um hringamyndanir. En það getur einnig verið að herða megi núgildandi samkeppnislög og setja ný harðari ákvæði inn í þau.

 

HÉR HAFA VERIÐ MARKAÐSRÁÐANDI FYRIRTÆKI

 

 Hér á landi hafa um langt skeið verið markaðsráðandi fyrirtæki starfandi eða fyrirtæki með sterka stöðu á markaðnum eins og Eimskipafélag Ísland,Flugleiðir,olíufélögin,tryggingafélögin jafnvel Morgunblaðið  o.fl. og áður SÍS. Sjálfstæðismenn ræddu aldrei um það,að  gera þyrfti harðar ráðstafanir gegn þessum fyrirtækjum nema  þá helst gegn SÍS.En nú  vakna Sjálfstæðismenn allt í einu og telja að setja þurfi markaðnum og markaðsfrelsinu skorður. Það læðist að manni sá grunur,að þetta sé vegna þess,að nú eru komin til sögunnar ný fyrirtæki,sem ekki eru Sjálfstæðismönnum eins þóknanleg eins og þau eldri,t.d. Baugur  og blöð  þau sem Baugur á. 

 

Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn