
Í bók sinni “Skuldaskil” segir Sverrir Hermannsson frá samskiptum Jóns Ólafssonar,kaupsýslumanns við Framsókn. Segir Sverrir,að Jón Ólafsson hafi veitt Framsóknarflokknum mikinn fjárhagsstuðning og hafi sá stuðningur verið meiri en Framsókn fékk frá gömlu sambandsfyrirtækjunum! Framsóknarflokkurinn hafi veitt Jóni Ólafssyni margvíslega fyrirgreiðslu í staðinn.Jón og Framsókn náðu saman árið 1997.Naut Framsókn stuðnings Jóns þegar í kosningunum 1999. Hinn mikli stuðningur Jóns Ólafssonar við Framsókn skýri hvers vegna Framsókn hafi getað varið svo miklu fé í auglýsingar sem raun beri vitni.
STUÐNINGUR VIÐ FRAMSÓKN EN EKKI R-LISTANN
Því hefur þráfaldlega verið haldið fram,einkum af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni,að Jón Ólafsson hafi veitt R-listanum fjárhagslegan stuðning. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ítrekað neitað þessu og sagt,að ekki væri fótur fyrir því. En nú er sannleikurinn ef til vill kominn í ljós: Jón Ólafsson studdi ekki R-listann. Hann studdi Framsókn. Þar með má segja,að Jón hafi óbeint stutt ríkisstjórnina. Góð tíðindi fyrir Hannes Hólmstein.
Björgvin Guðmundsson |