Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Endurskoðun almannatrygginga hafin á ný

föstudagur, 29. apríl 2011

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur ákveðið að endurskoða lífeyristryggingar almannatrygginga á ný.Hefur hann skipað nefnd til þess að annast þessa endurskoðun. Formaður nefndarinnar er Árni Gunnarsson,fyrrverandi alþingismaður, nú formaður 60+ í Samfylkingunni.Endurskoðun almannatrygginganna hefur verið á dagskrá undanfarin ár.Endurskoðunarstarf var sett í gang af Jóhönnu Sigurðardóttur,þegar hún var félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Geirs H.Haarde.Hún skipaði Stefán Ólafsson prófessor sem formann endurskoðunarnefndar.Og síðan héldu seinni félagsmálaráðherrar starfinu við endurskoðun áfram. Stefán Ólafsson eða nefnd hans skilaði skýrslu með tillögum um breytingar á almannatryggingakerfinu.Þessar tillögur voru rýrar í roðinu og fólu ekki í sér neinar kjarabætur til handa lífeyrisþegum.Ekki varð úr því að frumvarp á grundvelli skýrslu Stefáns væri lagt fram. Ég tel, að gallinn á tillögum Stefáns Ólafssonar hafi fyrst og fremst verið sá, að hann hafi verið að reyna að þóknast stjórnvöldum eða félagsmálaráðherra í tillögugerð sinni og því hafi verið kreppusvipur á tillögunum.Vonandi mun Árni Gunnarsson, sem er fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins, vinna sjálfstætt að endurskoðun og tillögum um breytingar á almannatryggingunum.Árni er sannur jafnaðarmaður og því er von til þess að nefndarstarf hans muni mótast af því Það sem þarf að breytast í nýjum lögum um almannatryggingar er eftirfarandi: Afnema þarf skerðingar á lífeyri aldraðra og öryrkja vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Greiðslur úr séreignalífeyrissjóðum skerða ekki lífeyri frá almannatryggingum og greiðslur úr hefðbundnum lífeyrissjóðum eiga enn síður að gera það.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við lífeyristryggingar almannatrygginga. Það var aldrei reiknað með því, að greiðslur úr lífeyrissjóði mundu skerða bætur almannatrygginga eins og gerist í dag. Sjóðfélagar í lífeyrissjóðum eiga þann lífeyri,sem þeir hafa safnað þar upp til efri ára. Það er því hálfgerð eignaupptaka að skerða lífeyri almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Slíkt ranglæti verður að stöðva.Stefna þarf einnig að afnámi skerðinga tryggingabóta vegna atvinnutekna og fjármagnstekna. Slíka breytingu má framkvæma í áföngum, þannig að fyrsti áfangi væri 100-200 þús. kr. frítekjumark. Afnám tekjutenginga í kerfi almannatrygginga er mikið réttlætismál. En mikilvægast af öllu er þó að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja það mikið, að hann dugi til sómasamlegrar framfærslu.Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn síðasta hluta ævi sinnar.Kjör öryrkja þurfa einnig að vera mannsæmandi.Nýlega hefur neysluviðmið verið birt. Samkvæmt því er dæmigert neysluviðmið einstaklinga 290 þús. kr. á mánuði. Engir skattar eru inni í þeirri tölu. Neyslukönnun Hagstofunnar gefur sömu niðurstöðu. Samkvæmt henni ( frá desember sl.) eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu rúmar 290 þús.kr. á mánuði. Engar skattar eru þar innifaldir. Hér er því í báðum tilvikum verið að tala um ígildi nettotekna.Eftir er að gera ráð fyrir sköttum. Af þessum tölum er ljóst, að það er algert lágmark, að lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega frá almannatryggingum sé 290 þús. kr. á mánuði. Í rauninni þyrfti sá lífeyrir að vera talsvert meiri til þess að duga einnig fyrir sköttum. Væntanlega tekur ný nefnd ,sem endurskoða á almannatryggingar, mið af þessum tölum.Og vonandi mun nefndin afnema tekjutengingar í kerfi almannatrygginga að mestu eða öllu leyti. Björgvin Guðmundsson Birt í Morgunblaðinu 28.apríl 2011


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn