Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnSameina á bótaflokka almannatrygginga án kjarabóta!

mánudagur, 23. júlí 2012

Það var skýrt frá því með miklum lúðrablæstri í fjölmiðlum fyrir nokkru, að náðst hefði einróma samkomulag í starfshóp um endurskoðun almannatrygginga. Efni samkomulagsins var rakið. Sameina átti bótaflokka án kjarabóta! Þetta var básúnað út enda þótt sagt væri, að tillögur starfshópsins væru trúnaðarmál! Formaður starfshópsins taldi það »heilmikinn árangur«, að samkomulag hefði náðst í starfshópnum um ellilífeyri. Öryrkjabandalag Íslands er þó ekki aðili að þessu samkomulagi. Bandalagið setti fram kröfur um, að byrjað yrði á því að bæta kjör lífeyrisþega áður en gengið yrði frá tillögum um sameiningu bótaflokka. Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara ályktaði í sömu veru í nóvember 2011. Þar sagði, að markmið endurskoðunar laga um almannatryggingar ætti að vera að bæta kjör aldraðra og öryrkja en ekki eingöngu að sameina bótaflokka og gera tilfærslur innan kerfisins. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík ályktaði á sama hátt.

Lítið dregið úr skerðingum

En um hvað náðist nákvæmlega samkomulag í starfshópnum um endurskoðun almannatrygginga? Jú, það náðist samkomulag um að sameina grunnlífeyri, heimilisuppbót og tekjutryggingu (nýi bótaflokkurinn verður 155 þús. á mánuði). Þar með verður grunnlífeyrir sem slíkur afnuminn, nái þessar tillögur fram að ganga! Einnig var samþykkt að afnema sérsök frítekjumörk. Og afnema á sérstaka framfærsluuppbót (lágmarksframfærslutryggingu), þ. e. fella á hana inn í hinn nýja sameinaða bótaflokk á 5 árum. Ákveðið var einnig að draga örlítið úr tekjutengingum, þ. e. minnka skerðingar. En hversu mikið vigta minni skerðingar, sem boðaðar eru? Þær vigta sáralítið. Lífeyrisþegar eru mikið betur settir með að fá sömu reglu og gilti fyrir 1. júlí 2009 um útreikning grunnlífeyris svo og að fá 110 þús. kr. frítekjumark á mánuði fyrir atvinnutekjur eins og þeir höfðu fyrir þann tíma. Þorri þeirra ellilífeyrisþega, sem fengu greitt úr lífeyrissjóði, fékk greiddan grunnlífeyri frá almannatryggingum fyrir 1. júlí 2009, þar eð lífeyrir frá lífeyrissjóði skerti ekki grunnlífeyri þess hóps. Þessa reglu um greiðslur vilja lífeyrisþegar fá í gildi á ný. Formaður LEB, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, flutti breytingatillögu í starfshópnum um TR, þess efnis að halda ætti grunnlífeyri. En síðan dró hún tillöguna til baka og flutti bókun í staðinn. En það er stefnumál LEB, að allir eigi að hafa grunnlífeyri.

Talsmenn starfshópsins gera mikið úr því að draga eigi úr tekjuskerðingum á 5 ára tímabili. En athugun leiðir í ljós, að hér er um mjög litlar upphæðir að ræða. Ellilífeyrisþegar, sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum, mundu »hagnast« að hámarki um 14 þús. kr. á næsta ári vegna minni skerðinga tryggingabóta. Það eru öll ósköpin.

Átti að byrja á því

að leiðrétta kjörin

Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að byrja eigi á því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna krepputímans áður en farið verði í sameiningu bótaflokka og hagræðingu. Lífeyrisþegar drógust aftur úr í launaþróuninni á krepputímanum. Þeir fengu ekki hliðstæðar kjarabætur og láglaunafólk fékk. Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri um a. m. k. 20% . ÖBI telur að hækka þurfi um 30%. Þegar útreikningar starfshóps TR fyrir árið 2013 eru skoðaðir, kemur í ljós, að ekki er gert ráð fyrir neinum kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum á því ári umfram það, sem samið var um í kjarasamningunum 2011. Það eru engar leiðréttingar sjáanlegar vegna kjaraskerðingar krepputímans.

Hvar eru kjarabæturnar?

Ég óttast það, að meining velferðarráðuneytisins sé að sameina nokkra bótaflokka almannatrygginga og draga örlítið úr tekjutengingum en ýta um leið öllum kröfum um kjarabætur lífeyrisþega út af borðinu. Ef þetta er rétt, verður kjaraskerðingin frá 1. júlí 2009 ekki afturkölluð en því var lofað, þegar hún var lögleidd, að um tímabundna kjaraskerðingu væri að ræða, sem mundi gilda í takmarkaðan tíma og voru 3 ár nefnd í því sambandi. Hætt er við, að velferðarráðuneytið ætli að svíkja þetta fyrirheit.

Svara fyrir sig í kjörklefanum

Alþingiskosningar eru í nánd. Eldri borgarar láta ekki bjóða sér það, að fyrirheit,sem gefin voru í upphafi kreppunnar, verði svikin. Þeir krefjast þess, að kjaraskerðingin frá 1. júlí 2009 verði afturkölluð og þeir krefjast þess, að kjör eldri borgara verði leiðrétt vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem þeir sættu í kreppunni. Ef kröfur eldri borgara verða hundsaðar geta þeir svarað fyrir sig í kjörklefanum í alþingiskosningunum næsta vor.

Björgvin Guðmundsson

Birt í Mbl. 23.júlí 2012N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn