
Á morgunvakt ríkisútvarpsins 4.desember sagði Garðar Sverrisson,formaður Öryrkjabandalags Íslands,að Framsóknarflokkurinn hefði verið í mikilli lægð,atkvæðalega séð, rétt áður en samkomulagið við öryrkja var gert.Framsókn hefði verið mjög lág í skoðanakönnunum og ljóst,að ríkisstjórnin væri fallin, ef Framsókn fengi svo lítið fylgi sem kannanir sýndu. 25.mars gerðu Jón Kristjánsson,heilbrigðisráðherra og Garðar Sverrisson samkomulag um bætt kjör öryrkja,sem taka átti að fullu gildi 1.janúar n.k. Strax í kjölfarið hefði fylgi Framsóknar aukist í könnunum. Er því líklegt,að þetta samkomulag hafi tryggt ríkisstjórninni meirihluta áfram. Garðar sagðist hafa verið varaður við að treysta Framsókn. Fjöldi öryrkja hefði sagt,að aldrei yrði staðið við samkomulagið.En Garðar kvaðst hafa treyst Jóni Kristjánssyni fullkomulega. Hann sagði,að ekki hefði hvarflað að sér,að ekki yrði staðið við samkomulagið.Jón Kristjánsson hefði einnig sagt fyrir kosningar,að sama væri hverjir yrðu við völd eftir kosningar. Það mundi enginn þora að ganga gegn þessu samkomulagi.Það yrði haft í heiðri hver sem væri við völd.
Garðar Sverrisson sagði á morgunvakt útvarpsins,að það væri skelfilegt að búa við stjórnvöld sem höguðu sér eins og ríkisstjórnin hagaði sér í þessu máli. Handsalað samkomulag er svikið.
Björgvin Guðmundsson |