 Ríkisstjórnin segir,að kaupmáttur hafi aukist meira frá 1995 en á nokkru öðru tímabili áður. Þetta er rangt.Kaupmáttur jókst mest á tímabilinu 1971-1980 í stjórnartíð Ólafs Jóhannessonar,Geirs Hallgrímssonar og Benedikts Gröndal.Þá jókst kaupmáttur um 5,7% á ári á mann til jafnaðar.Það er meiri kaupmáttaraukning en átt hefur sér stað frá 1995. Kaupmáttur jókst einnig mikið á viðreisnaráratugnum 1961-1970 í stjórnartíð Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins. En þá jókst kaupmáttur um 5,2% eða svipað og á tímabilinu frá 1995.
Björgvin Guðmundsson
|