Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnÖrlæti ríkisstjórnarinnar: Öryrkjar um fimmtugt fá 516 krónur

miðvikudagur, 10. desember 2003

 

 

 

Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa talað mikið um það undanfarið,að þeir séu að veita öryrkjum gífurlega miklar hækkanir á lífeyri. Einkum hefur Pétri Blöndal,alþingismanni, orðið tíðrætt um það. Er ljóst,að honum finnst ,að öryrkjar séu að fá fullmikið og að þetta verði erfitt fyrir skattgreiðendur!Það er því fróðlegt að líta á hvað öryrkjar eru í rauninni að fá.

 

6 þús. á mán. hafðar af 35 ára öryrkjum

 

 Samkvæmt frumvarpi Jóns Kristjánssonar,heilbrigðisráðherra, fá yngstu öryrkjarnir,þeir sem verða öryrkjar 18 ára, mesta hækkun á grunnlífeyri eða tvöföldun,þ.e. hækkun um 20.613 kr. á mánuði en þeir greiða síðan skatt.Hækkunin fer síðan minnkandi og verður engin hjá elstu öryrkjum, þeim sem verða öryrkjar 67 ára.

Sem dæmi má nefna  að þeir sem verða öryrkjar 49 ára fá aðeins 516 kr. hækkun á grunnlífeyrinum. En samkvæmt samkomulaginu við Öryrkjabandalagið frá 25.mars sl. áttu þeir að fá  tæplega 8 þús. kr. hækkun.Þeir sem verða öryrkjar 35 ára fá 8 þús kr. hækkun á grunnlífeyri en samkvæmt samkomulaginu áttu þeir að fá 14 þús kr. hækkun. Og þannig mætti áfram telja.Síðan segir ríkisstjórnin, að hún sé að standa við samkomulagið við öryrkja!

 

Valtað yfir Jón Kristjánsson

 

Óskiljanlegt er,að Jón Kristjánsson,heilbrigðisráðherra,skuli hafa svikið samkomulagið við öryrkja. Hann var áður talinn heiðarlegur stjórnmálamaður en eftir að ljóst var,að hann ætlaði ekki að standa við samkomulagið við öryrkja hefur álit almennings á honum minnkað. Hann er nú kominn í hóp þeirra stjórnmálamanna,sem rangtúlka  og hártoga málin til þess að fá niðurstöðu sér í hag.Jón var búinn að viðurkenna,að það vantaði 500 mill.kr. til þess að standa við samkomulagið við öryrkja.Hann sagði þá,að samkomulagið yrði efnt að 2/3 nú en 1/3 eftir ár.En samkomulagið átti að koma að fullu til framkvæmda 1.janúar n.k.   En síðan venti hann sínu kvæði í kross og fór að halda því fram,að það væri verið að efna samkomulagið að fullu.Jón var beygður af Sjálfstæðisflokknum og öðrum ráðherrum Framsóknar.Það var valtað yfir hann.

 

Verður nýtt dómsmál?

 

Öryrkjabandalagið útilokar ekki að fara  með svikin á samkomulaginu fyrir dómstólana. Ljóst,að um gjörunnið mál er að ræða. Það er alveg ljóst í samkomulaginu  hvað átti að  hækka grunnlífeyri öryrkja mikið. Það liggur alveg fyrir hvað hver aldurshópur átti að fá. Það eina sem ekki lá alveg fyrir var hvað framkvæmdin mundi kosta. En það er eins og með aðra kjarasamninga. Það er ekki alltaf alveg ljóst  hvað framkvæmd þeirra kostar. Þeir eru ekki skornir niður þó kostnaður fari eitthvað fram úr áætlun.Ríkisvaldið meðhöndlar öryrkja öðru  vísi en aðra þegna þessa lands. Kjarasamningar við opinbera starfsmenn og aðra launþega eru hafðir í heiðri. En kjarasamningur við öryrkja er svikinn.

 

Björgvin Guðmundsson

Viðskiptafræðingur

 

Birt í Morgunblaðinu 10.desember 2003

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn