Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Þarf lög um hringamyndanir?

föstudagur, 23. janúar 2004

 

 

Miklar umræður hafa átt sér stað undanfarið um það,hvort nauðsynlegt  sé að  setja lög um hringamyndanir í viðskiptalífinu eða ekki.Forsætisráðherra,Davíð  Oddson,hóf þessa umræðu í áramótagrein í Mbl. Mjög eru skiptar skoðanir um málið.

 

 STRÖNGUSTU LÖGIN Í BANDARÍKJUNUM

 

Ströngustu lögin um hringamyndanir eru í Bandaríkjunum ( anti-trust lögin), enda  er mest um fyrirtækjasamtök og hringamyndanir þar. Lögin um hringa í Bandaríkjunum heimila að hringar og fyrirtækjasamtök séu leyst upp, ef þau eru talin skaðleg. Í Evrópu hefur verið farin önnur leið í lagasetningu gegn skaðlegum samkeppnishömlum.Þar er lögð aðaláherslan á það, hvort samkeppnishömlur séu skaðlegar.  Á hinum Norðurlöndunum eru t.d. í gildi lög um skaðlegar samkeppnishömlur og bann við þeim. Í EES –samningnum eru  ákvæði um bann við samkeppnishömlum og Ísland er að sjálfsögðu aðili að honum.Unnt er að kæra fyrirtæki til ESA,eftirlitsstofnunar EFTA, ef talið er að ákvæði EES samningsins um bann við samkeppnishömlum, séu brotin

 

   ÍSLENSKU LÖGIN AÐ NORRÆNNI FYRIRMYND

 

 

 Á Íslandi voru fyrst sett lög um samkeppnishömlur 1978 og var undirritaður formaður nefndar þeirrar,sem samdi lagafrumvarpið.Voru íslensku lögin sniðin eftir norrænu lögunum um þetta efni. Löggjöfin um samkeppnishömlur var endurbætt 1993.

 

 

Kanna má hvort rétt sé að herða enn ákvæði  samkeppnislaga um samkeppnishömlur. En mér virðist, að nægar heimildir séu fyrir hendi fyrir samkeppnisyfirvöld til þess að grípa inn í þegar fyrirtæki eða samtök þeirra beita skaðlegum samkeppnishömlum.En það er ekki síður nauðsynlegt  að efla samkeppnisstofnun,m.a. með auknum fjárframlögum til hennar.Ekki er rétt að kalla íslensk lög um skaðlegar samkeppnishömlur lög gegn hringamyndun  í viðskiptalífinu. Hringamyndun er gamalt tískuorð,sem á lítt við hér á landi. Það á við í Bandaríkjunum,þar sem um stóra og öfluga hringa getur verið að ræða. En slíkir  hringar eru ekki hér  á landi. Eðlilegast er að breyta núgildandi samkeppnislögum,ef talið er nauðsynlegt að herða þau. Ekki er þörf á því að setja sérstök  lög um hringamyndun.

 

HVERNIG ER ÁSTANDIÐ HÉR?

 

Hér  á landi  hafa um langt skeið verið starfandi öflug fyrirtæki og samtök þeirra. Sum þeirra hafa verið mjög sterk á markaðnum, t.d. Flugleiðir og Síminn. Eimskipafélag Íslands hefur einnig haft mjög sterka stöðu.Eimskip hefur átt stóran hlut í Flugleiðum og nokkrum öflugum sjávarútvegsfyrirtækjum.Það hefur einnig keypt flutningafyrirtæki á landi. Mikil eignatengsl voru milli Eimskips,Flugleiða og Sjóvá  Almennra. Þó  var ekki talin ástæða til þess að gera neinar ráðstafanir gegn  tengslum og samtökum þessara fyrirtækja.Olíufélögin hafa verið mjög sterk og lítil  sem engin samkeppni verið á milli þeirra.Þau sæta nú rannsókn hjá Samkeppnisstofnun.Íslandsbanki hefur keypt Sjóvá Almennar og hefur hið nýja tryggingarfyritæki sterka stöðu.Hér á árum áður hafði SÍS  yfirburðastöðu á markaðnum. Á matvörumarkaðnum, í dagvörusölu matvöruverslana, hefur orðið mikil samþjöppun fyrirtækja. Tvö  fyrirtæki,Baugur ( Hagar h.f.) og Kaupás,  eru með 2/3 af matvörumarkaðnum í smásölu samkvæmt athugun Samkeppnisstofnunar 2001.Baugur er með markaðsráðandi stöðu í dagvörusölu matvöru.Spyrja má því hvort þar sé nægileg samkeppni.  Ekki mun vera um skaðlegar samkeppnishömlur  að ræða og neytendum virðist samkeppni næg í þessari grein. Þegar Baugur yfirtók 10-11 verslanirnar ( Vöruveltuna) jókst markaðshlutdeild fyrirtækisins um 7-8%. Samkeppnisráð taldi þar ekki um nægjanlega aukningu á markaðsráðandi  stöðu Baugs að ræða til þess að heimilt væri að hlutast til um yfirtökuna.Ljóst er þó að fylgjast verður mjög vel með  starfsemi þessara stóru fyrirtækja  og gæta þess vel,að þau misnoti ekki aðstöðu sína. Samkeppnisstofnun athugaði smásöluálagningu í þessari grein 1996-2000 og komst,að þeirri niðurstöðu,að hún hefði   hækkað um 5-6% á þessu tímabili. Miðað við þá miklu samkeppni,sem virtist ríkja í matvöruversluninni á þessu tímabili og hagræði vegna stærðar þessara fyrirtækja má spyrja hvort þessi hækkun smásöluálagningar sé of mikil.

 

EKKI ÞÖRF LAGA UM EIGNARHALD FJÖLMMIÐLA

 

Inn í umræðuna um samtök fyrirtækja og hugsanlega hringamyndun hér á landi hefur blandast umræða um eignarhald á fjölmiðlum og  spurningin um það  hvort nauðsynlegt sé að setja lög um það.Mun umræða þessi hafa sprottið vegna þess,að Baugur hefur eignast ráðandi  hlut í Norðurljósum,DV og Fréttablaðinu. Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs sagði í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfri Egils á Stöð 2 fyrir skömmu,að stefnt væri að því að stofna eitt fyrirtæki um framangreinda  3 fjölmiðla. Mundu þeir verða með um 30-35 % markaðshlutdeild. Væri það  innan þeirra marka,sem talin væru eðlileg í V-Evrópu.Miðað við  þær upplýsingar sýnist ekki þörf á  sérstökum  lögum um eignarhald fjölmiðla. Var raunar aldrei rætt um það meðan Morgunblaðið hafði yfirburðastöðu á markaðnum. Þá hefur Jón Ásgeir varpað  fram þeirri athyglisverðu hugmynd að komið yrði á fót fjölmiðlaráði fyrir  fjölmiðla í eigu Baugs. Yrði það skipað hlutlausum aðilum og mundu þeir gæta þess,að  fjölmiðlar þessir væru ekki misnotaðir fréttalega séð eða að því er varðaði ritstjórn.

 

FAGLEG SJÓNARMIÐ RÁÐI FERÐINNI

 

Stjórnmálamenn verða að gæta þess,að láta ekki persónulega afstöðu sína til fyrirtækja eða til einstaklinga í atvinnurekstri móta afstöðu sína í þessu efni.Hér er um  svo mikilvæg mál að ræða,að  láta verður fagleg sjónarmið ráða því til hvaða aðgerða er gripið, ef þeirra er þörf.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

 

Birt í Morgunblaðinu 23.janúar 2004

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn