Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Nýr fundarstjóri ríkisstjórnarinnar

fimmtudagur, 16. september 2004

 

 

Nýr fundarstjóri er nú í ríkisstjórninni.Formaður Framsóknarflokksins tók við fundarstjórn 15.september eins og samið hafði verið um strax eftir þingkosningar 2003. Í rauninni skiptir engu máli hvor stýrir fundum ríkisstjórnar,formaður Framsóknar eða formaður Sjálfstæðisfloksins. Eftir sem áður ræður Sjálfstæðisflokkurinn öllu,sem hann vill ráða. Það má líkja ríkisstjórninni við bíl. Halldór situr nú við stýrið en Davíð situr aftur í og segir hvert og hvernig á að keyra. Það er stundum talað um bílstjóra aftur í. Davíð er nú slíkur bílstjóri.

  Formaður Sjálfstæðisflokksins er nú orðinn utanríkisráðherra. Völd hans hafa því aukist og völd Halldórs  minnkað,þar eð það fylgja engin völd embætti forsætisráðherra en embætti utanríkisráðherra er valdamikið.Formaður Sjálfstæðisflokksins tók varnarmálin í sínar hendur á meðan hann var forsætisráðherra og kvað þau mál svo mikilvæg, að slíkt væri nauðsynlegt. Nú tekur hann varnarmálin með sér yfir í utanríkisráðuneytið og segir,að þau eigi heima hjá utanríkisráðherra! Þannig valtar hann yfir formann Framsóknar að vild og sá síðarnefndi lætur bjóða sér það. Allt er tilvinnandi til þess að halda stól fundarstjóra í ríkisstjórninni.

 Það er stundum sagt,að stjórnmál og leiklist eigi margt sameiginlegt. Og víst er, að það spillir ekki í stjórnmálum að hafa vissa leikhæfileika. Þetta atriði kom í hug við stólaskiptin 15.september sl. Það var engu líkara en verið væri að flytja vel æft leikrit. Davíð sagði,þegar hann gekk út úr  gamla stjórnarráðshúsinu,að það væri mjög gaman að hætta sem forsætisráðherra! Það væri svo góð sátt í stjórninni!Það var engu líkara en hann hefði beðið þess með óþreyju,að fá að hætta. Svo bætti hann því við,að Halldór mætti sín vegna vera 13 ár forsætisráðherra eins og hann hefði verið! Sjálfstæðismenn eru sjálfsagt sammála  því!Halldór sagði,að það væri misskilningur,að hann hefði stefnt að því að verða forsætisráðherra! Það hefði bara gerst. Fyrir síðustu þingkosningar lét formaður Framsóknarflokksins samþykkja í flokknum,að flokkurinn gerði kröfu til þess að fá forsætisráðherra eftir þingkosningarnar. Úr því að Halldór stefndi ekki að því að verða forsætisráðherra hefur það átt að vera einhver annar forustumaður Framsóknar,kannski Guðni Ágústsson! Stundum er eins og stjórnmálamenn þjóðarinnar telji,að almenningur viti ekkert og fylgist ekkert með.

 Við stólaskiptin hældi formaður Framsóknar formanni Sjálfstæðisflokksins á hvert reipi og sagði ,að honum hefði tekist mjög vel forusta landsstjórnarinnar í langan tíma. Var helst á formanni Framsóknar að heyra,að  allt sem vel hefði gengið í landinu undanfarin ár væri formanni Sjálfstæðisflokksins að þakka. Svo langt gekk  formaður Framsóknar í að hæla formanni Sjálfstæðisflokksins,að hann hældi honum einnig fyrir stjórn Reykjavíkurborgar! Í hug kom tillaga Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar þess efnis,að rétt væri að  sameina Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn!

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Fréttablaðinu 20.september 2004



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn