Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnÓlafur Ragnar fékk 85.6% og vann glæsilegan sigur

sunnudagur, 27. júní 2004

Forsetakosningar fóru fram 26.júní 2004. Ólafur Ragnar Grímsson vann glæsilegan sigur í kosningunum,fékk 85,6% greiddra,gildra atkvæða.Auðir seðlar voru  22%. Baldur Ágústsson fékk 12,3% og Ástþór Magnússon 1,9%. Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið unnu hatrammlega gegn Ólafi í kosningunum og hvöttu fólk til þess að skila auðu. Á forsíðu Mbl. á kjördag var stór fyrirsögn,sem var vísbending til fólks um að skila auðu. Mbl. kastaði hlutleysinu í kosningabaráttunni og vann af miklum krafti gegn Ólafi. Er uppskera Sjálfstæðisflokksins og Mbl. fremur rýr.

Fylgi Ólafs meira úti á landi

Fylgi Ólafs Ragnars var meira úti á landi en í höfuðborgarsvæðinu og voru auðir seðlar einnig færri úti á landi.Frá því,að Ólafur Ragnar Grímsson,forseti Íslands, synjaði fjölmiðlafrumvarpinu staðfestingar og vísaði því í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið rekið harðan áróður gegn Ólafi.Hefur verið reynt að gera ákvörðun  forseta í þessu efni tortryggilega  og jafnvel sagt,að hann hefði óeðlileg tengsl við Norðurljós og Baug. Hefur hér verið um lágkúrulegan áróður gegn Ólafi að ræða. Tóku meðframbjóðendur Ólafs að hluta undir þennan áróður í  kosningabaráttunni. Er ljóst,að Morgunblaðið telur hér um baráttu upp á líf og dauða að ræða fyrir blaðið,þar eð tilkoma Fréttablaðsins hefur veikt stöðu Mbl. verulega.Fréttablaðið hefur dregið auglýsingar verulega frá Mbl.  og Fréttablaðið er nú orðið stærsta blað landsins og hefur þar tekið sess Mbl. Þetta á Mbl. erfitt með að sætta sig við.Fjölmiðlalögin áttu að hnekkja veldi Norðurljósa og Fréttablaðsins og bæta stöðu Mbl. á ný. Allt bendir nú til þess að það muni mistakast. Forsetakosningarnar voru fyrsti liðurinn í mikilli baráttu um fjölmiðlafrumvarpið. Ef Morgunblaðinu hefði tekist að veikja Ólaf Ragnar forseta verulega í  forsetakosningunum hefði ef til vill verið möguleiki á að fá fjölmiðlafrumvarpið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. En sterk staða Ólafs Ragnar í forsetakosningunum gerir þessar vonir Mbl. að engu.

Þjóðaratkvæðagreiðslan næst

Næsti liður í baráttunni um fjölmiðlafrumvarpið er sjálf þjóðaratkvæðagreiðslan,sem fram fer í ágúst.Miðað við þá hörðu baráttu,sem Sjálfstæðisflokkurinn og Mbl. háðu gegn Ólafi Ragnari í forsetakosningunum má búast við enn harðari baráttu  fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Sjálfstæðisflokkurinn með stuðningi hækjunnar,Framsóknar,mun ásamt Mbl. leggja allt í sölurnar til þess að fá fjölmiðlafrumvarpið samþykkt. Þar verður ekkert til sparað í áróðrinum. En ég spái því,að þjóðin muni hafna fjölmiðlafrumvarpinu. Forsetakosningarnar gáfu vísbendingu um það.

 

Björgvin Guðmundsson

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn