Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Mannréttindabrot að skerða lífeyri aldraðra og öryrkja

laugardagur, 10. október 2009

Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010 verða tekjur 468 milljarðar en útgjöld 555,6 milljarðar.Ríkisútgjöld verða skorin niður um 43 milljarða og beinir skattar hækkaðir um 37,6 milljarða en óbeinir skattar hækkaðir um 25,5 milljrarða.Þetta er mikill niðurskurður og miklar skattahækkanir en ætlunin er að minnka fjárlagahallann um 100 milljarða.Það er samkvæmt samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins í stöðugleikasáttmálanum hvernig sparnaðurinn skiptist í niðurskurð og skattahækkanir.Mörgum finnast skattahækkanirnar miklar en niðurskurðurinn er einnig tilfinnanlegur og ef hann yrði meiri þýddi hann miklar uppsagnir á starfsfólki sem mundi þýða aukin útgjöld í formi atvinnuleysisbóta.Hér er því um erfiðan línudans að ræða.Það er bankahrunið,efnahagskreppan sem veldur hallanum á ríkissjóði og mikilli skuldasöfnun.Ríkissjóður hefur orðið að leggja bönkunum til mikla fjármuni til þess að gera þá starfhæfa.Hann þurfti að leggja Seðlabankanu  til 300 milljarða þar eð bankinn var í raun gjaldþrota.Og ríkissjóður hefur lagt einkafyrirtækjum til fjármuni,eins og Sjóvá.Síðan mun Ice save skuldin bætast við, ef eignir Landsbankans duga ekki til .
 
Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa lagt áherslu á það í þessum þrengingum,að allir verði að bera byrðar til þess að koma Íslandi út úr lreppunni. Það er að mestu leyti rétt. Ég tel þó, að aldraðir og öryrkjar eigi að vera undanskildir.Aldraðir hafa skapað það þjóðfélag,sem við búum við í dag. Þeir hafa gengið í gegnum margar kreppur áður enda þótt sú,sem nú herjar á okkur sé sú versta  síðan í heimshreppunni.Ég fann fyrir heimskreppunni hér á Íslandi, þar eð atvinnuleysi var hér á landi allt fram til síðari heimsstyrjaldarinnar,sem afleiðing heimskreppunnar. Faðir minn var lengi atvinnulaus og þá voru engar atvinnuleysisbætur. Eina ráð hans var iðulega að fara niður á höfn og trolla kol úr höfninni sem hann síðan seldi fyrir mat. Erfiðleikarnir í dag eru litlir í samanburði við  afleiðingar heimskreppunnar á Íslandi.Öryrkjar eiga að vera undanskildir þar eð þeir hafa misst heilsuna og búa við svo erfið kjör,að þeir fara að mestu á mis við þau lífsgæði,sem aðrir njóta. Mannréttindasáttmálar,sem Ísland er aðili að gera ráð fyrir að leitað sé allra annarra leiða áður en kjör aldraðra   og öryrkja eru skert.Þetta gerði ríkisstjórn Íslands ekki. Hún skellti á lífeyrisþega kjaraskerðingu fyrirvaralaust.Hún valdi það að skerða kjör aldraðra og öryrkja vegna þess að það var fljótvirk leið. Það er mannréttindabrot.
 
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því,að ellilífeyrir ( grunnlífeyrir) verði á árinu 2010   8,7 milljarðar,tekjutrygging aldraðra 15,7 milljarðar,örorkulífeyrir 5 milljarðar og tekjutrygging öryrkja  13,4 milljarðar. Þetta er eftir 1,9 milljarða niðurskurð.Ekki eru þetta það háar tölur, að þær setji þjóðarbúið á hliðina.Ellilífeyrir er 1,6% af heildarútgjöldum samkvæmt frv. til fjárlaga.Það hefði mátt sleppa því að skera þessa hungurlús niður eins og gert var 1.júlí sl. Ríkisstjórnin ákvað þá að skera ætti niður í öllum málaflokkum á miðju ári.Sennilega hélt stjórnin að ef hún yrði fljót að skera niður mundi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verða jákvæður í garð Íslands. Félagsmálaráðherra hljóp fyrstur til og skar niður lífeyri aldraðra og öryrkja með nokkurra daga fyrirvara! Hann var einna fyrstur að skera niður  í stað þess að bíða átekta og sjá fyrst hvað önnur ráðuneyti gerðu. Það var jú búið að segja að hlífa ætti verlferðarkerfinu.En þrátt fyrir niðurskurðinn hreyfði AGS sig ekki. Það eina sem skipti sjóðinn máli var að Ísland gengi frá Icesave málinu. AGS var orðin innheimtustofnun fyrir Breta og Hollendinga.AGS var ekki að hugsa að bjarga Íslandi. Stofnunin var að hugsa um hagsmuni Bretlands og Hollands. Það var forgangsverkefni sjóðsins.
 
Við niðurskurð lífeyris aldraðra og öryrkja 1.júlí sl. var í fyrsta sinn farið inn á þá braut að skerða grunnlífeyri vegna tekna úr lifeyrissjóði. Svo langt er gengið i því að fjöldi lífeyrisþega er með öllu sviptur grunnlífeyri.Margir telja, að það að afnema grunnlífeyri hjá fjölda lífeyrisþega  sé ekkert annað en eignaupptaka og því brot á stjórnarskránni.Fólk hefur greitt alla ævi til almannatrygginga.Þetta hefur verið sparnaður til efri ára og fólk hefur átt von á lífeyri á efri árum. En siðan er þessi lífeyrir strikaður út með einu pennastriki.Þegar alþýðutryggingar voru stofnaðar hér 1936 kom það skýrt fram,að tryggingarnar áttu að ná til allra,vera altækar. 1944 voru tryggingarnar útvíkkaðar og sett lög um almannatryggingar að kröfu Alþýðuflokksins.Þá lýsti Ólafur Thors forsætisráðherra því yfir, að hér á landi skyldi komið á svo fullkomnu kerfi almannatrygginga,sem næði til allra án tillits til stétta eða efnahags, að Ísland yrði á þessu sviði í fremstu röð nágrannaþjóða.Þarna fór ekki á milli mála,að almannatryggingar áttu að ná til allra,án tillits til efnahags.  Stjórnmálamenn geta ekki breytt þessu með einu pennastriki og tekið af fólki það sem það hefur sparað. Það er eignaupptaka.
Í fyrstu leit út fyrir,að  íslenska almannatryggingakerfið yrði í fremstu röð en síðan dróst það aftur úr öðrum þjóðum. Og í dag stöndum við langt að baki hinum Norðurlöndunum á sviði almannatrygginga.
 
Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er einnig tilfinnanlegur.Verja á 99 milljörðum úr ríkissjóði til heilbrigðismála næsta ár. Það er mikill  niðurskurður,sem bætist við niðurskurð undanfarinna ár. Ráðamann Landsspítala segja að það verði að segja upp fleiri hundruð manns miðað við þennan niðurskurð.Það er þegar orðið þannig,að ýmsir sérfræðingar  á spítalanum verða að vinna mikla yfirvinnu nú vegna þess að aðstoðarmönnum þeirra hefur verið sagt upp. Spurning er hvort nokkur sparnaður er fólgin í því.  Það er alveg ljóst miðað við niðurskurð  hjá almannatryggingum og í heilbrigðiskerfinu,að ekki hefur verið staðið við  það fyrirheit ríkisstjórnarinnar að verja velferðarkerfið og enn síður hefur verið staðið við þá yfirlýsingu að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi.Ríkisstjórnin verður því að taka sig á.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Mbl. 11.oktober 2009
 

.

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn