 .
Kjör lífeyrisþega, þ.e. flestra eldri borgara og öryrkja, hafa batnað minna en kjör annarra í þjóðfélaginu, ekki síst vegna aukinnar skattbyrðar sem stjórnvöld lögðu á lágtekjufólk.
Kaupmáttur hámarkslífeyris til einhleypra eldri borgara dróst stórlega aftur úr almennu kaupmáttarþróuninni í samfélaginu í góðærinu eftir 1995.
Frá 1990 til 2005 jókst kaupmáttur þjóðarinnar um 50,6% á meðan kaupmáttur hámarkslífeyris frá Tryggingastofnun jókst um 18%. Það endurspeglar kjaraþróun þeirra lífeyrisþega sem lítið annað hafa en almannatryggingar til að stóla á. Þeir sem fá að auki lágar eða hóflegar greiðslur úr lífeyrissjóðum hafa einnig setið eftir, en það er stór hluti eldri borgara og öryrkja.
Megin ástæða þessarar óhagstæðu þróunar fyrir lífeyrisþega er hin aukna skattbyrði sem lagðist á lágtekjuhópana í samfélaginu. Stjórnvöld eiga þannig stærsta sök á því að kjör lífeyrisþega hafa dregist afturúr í góðærinu frá 1995 ekki .síst vegna aukinnar skattbyrðar sem stjórnvöld lögðu á lágtekjufólk. frá 1990 til 2005. Kaupmátturinn er heildartekjur eða hámarkslífeyrir að frádregnum sköttum, á föstu verðlagi.
Byggt á upplýsingum frá Stefáni Ólafssyni prófessor. |