Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnAfsögn Þórólfs Árnasonar

miðvikudagur, 10. nóvember 2004

 

 

Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði af sér embættinu í gær,9.nóvember og lætur hann af störfum um næstu mánaðamót.Verður að harma þau málalok,þar eð hann var góður borgarstjóri  og hafði ekkert brotið af sér í því starfi. Hann lét undan þrýstingi,einkum frá Vinstri grænum,sem hófu baráttu gegn honum og  áttu stærsta þáttinn í því að flæma hann úr embætti.

 

Ósáttur við málalok

 

Ég er mjög  ósáttur við þessi málalok. Ég tel,að Þórólfur hefði átt að gegna embætti borgarstjóra áfram enda þótt hann hefði unnið hjá Olíufélaginu fyrir mörgum árum og verið undirmaður þar á þeim tíma,sem olíufélögin höfðu með sér ólögmætt samráð.Þórólfur bar ekki ábyrgð á samráði olíufélaganna og  hafði ekki ákvörðunarvald þar um.Forstjórar og stjórnarformenn báru ábyrgð á því. Það er því verið að hengja bakara fyrir smið.

 

Ekkert hafði breytst

 

Þórólfur greindi R-listanum frá því áður en hann hóf störf sem borgarstjóri,að hann hefði unnið hjá Olíufélaginu á þeim tíma,sem meint ólögmætt samráð olíufélaganna átti sér stað. Hann gerði ítarlega grein fyrir  störfum sínum  hjá Olíufélaginu,þegar áfangaskýrsla Samkeppnisstofnunar birtist fyrir einu ári.Skýringar Þórólfs voru þá og í upphafi teknar gildar. Ekkert hefur breytst síðan. R-listinn kemur því núna í bakið á Þórólfi. Það eru ekki góð vinnubrögð.

 

Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn