
Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði af sér embættinu í gær,9.nóvember og lætur hann af störfum um næstu mánaðamót.Verður að harma þau málalok,þar eð hann var góður borgarstjóri og hafði ekkert brotið af sér í því starfi. Hann lét undan þrýstingi,einkum frá Vinstri grænum,sem hófu baráttu gegn honum og áttu stærsta þáttinn í því að flæma hann úr embætti.
Ósáttur við málalok
Ég er mjög ósáttur við þessi málalok. Ég tel,að Þórólfur hefði átt að gegna embætti borgarstjóra áfram enda þótt hann hefði unnið hjá Olíufélaginu fyrir mörgum árum og verið undirmaður þar á þeim tíma,sem olíufélögin höfðu með sér ólögmætt samráð.Þórólfur bar ekki ábyrgð á samráði olíufélaganna og hafði ekki ákvörðunarvald þar um.Forstjórar og stjórnarformenn báru ábyrgð á því. Það er því verið að hengja bakara fyrir smið.
Ekkert hafði breytst
Þórólfur greindi R-listanum frá því áður en hann hóf störf sem borgarstjóri,að hann hefði unnið hjá Olíufélaginu á þeim tíma,sem meint ólögmætt samráð olíufélaganna átti sér stað. Hann gerði ítarlega grein fyrir störfum sínum hjá Olíufélaginu,þegar áfangaskýrsla Samkeppnisstofnunar birtist fyrir einu ári.Skýringar Þórólfs voru þá og í upphafi teknar gildar. Ekkert hefur breytst síðan. R-listinn kemur því núna í bakið á Þórólfi. Það eru ekki góð vinnubrögð.
Björgvin Guðmundsson |