Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Lítill hópur ellilífeyrisþega fær verðbætur á lífeyri

laugardagur, 22. janúar 2011

 
 
 
Um sl. áramót kom til framkvæmda að greiða 2,3% verðbætur á vissan lífeyri
aldraðra og öryrkja. Hér er miðað við áætlaða verðbólgu yfirstandandi
árs.En vísitala neysluverðs hefur hækkað um  6,1% frá ársbyrjun 2009 og
láglaunafólk hefur fengið 16% kauphækkun á þessu tímabili.Á sama tíma hefur
lífeyrir aldraðra ekki hækkað um eina krónu.Það hefði því átt að hækka
lífeyri aldraðra og öryrkja um 6,1-16 %. En það var ekki gert heldur valin
sú lægsta viðmiðunartala,sem unnt var að  finna. Ekki getur þetta talist
stórmannlegt hjá ríkisstjórninni.
 
Lítill hópur eldri borgara fær hækkun
 
Það má vissulega gagnrýna það 
að ekki eigi að hækka vissan lífeyri um meira
en 2,3%. En það er ekki síður gagnrýnisvert,að  það er aðeins lítill hópur
eldri borgara,sem  fær umræddar verðbætur. Verðbæturnar koma aðeins að fullu á
óskerta lágmarksframfærslutryggingu TR.Þeir,sem  búa  einir og hafa
engar tekjur aðrar en lífeyri frá almannatryggingum, eru með
lágmarksframfærsluviðmið hið meira.Þeir fá  4000 kr. hækkun á mánuði.En
hinir sem búa með öðrum  og hafa aðeins tekjur frá TR,  eru með
lágmarksframfærsluviðmið hið minna.Þeir fá 3500 kr. hækkun.Flestir aðrir
eldri borgarar fá enga hækkun.Sumir fá hluta verðbóta.Alls munu 4100
ellilífeyrisþegar fá einhverjar verðbætur en innan við 2000 eldri borgarar
fá fullar verðbætur.Ellilífeyrisþegar eru 25000 talsins.Það eru því yfir
20000 eldriborgarar,sem fá engar verðbætur á sinn lífeyri. Í hópi þessara  eldri
borgara eru mjög margir,sem búa við erfið kjör og eiga erfitt með að
framfleyta sér. Þeir,sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði, eru ekki betur
settir en þeir,sem hafa ekkert úr lífeyrissjóði.Þeir eiga því jafnmikinn
rétt á fullum verðbótum og hinir sem ekkert fá úr lífeyrissjóði. Tökum dæmi
af eldri borgara,sem hefur 50 þús.kr.  úr lífeyrissjóði á mánuði. Hans
lífeyrirfrá almannatryggingum er skertur um nákvæmlega sömu upphæð og hann fær frá
lífeyrirssjóði.Lífeyrir hans frá TR lækkar úr 184 þús. kr. á mánuði  fyrir
skatt í 134 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Églít á það sem hreina eignaupptöku að skerða lífeyri umrædds manns frá TR um50 þús.kr.á mánuði.Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og sennilegaer þetta stjórnarskrárbrot. 
 
Hvað var samþykkt á alþingi?
 
Við afgreiðslu fjárlaga á alþingi var samþykkt að verja 150 millj. til
(2,3%) verðbóta á grunn ellilífeyris og 200 millj. til greiðslu (2,3%)
verðbóta á grunn  örorkulífeyris.Ekki skil ég hvernig unnt er að túlka þetta
þannig að einungis eigi að greiða verðbætur til  lítills hluta eldri borgara
með því að greiða fullar  verðbætur einungis á  óskerta
lágmarksframfærslutryggingu.Að vísi var einnig samþykkt við afgreiðslu laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum aðgreiða verðbætur á lágmarksframfærslutryggingu en hvor lögin eru sterkari
veit ég ekki. Fjárlögin hafa alltaf verið þung á metunum.Aðalatriðið er þó
þetta: Það stenst ekki að greiða einungis litlum hluta  25 þúsund
ellilífeyrisþega verðbætur.Það er gróf mismunun.Það er einnig mjög ranglátt,
þar eð margir  afskiptir ellilífeyrisþegar eru ekkert betur settir en þeir ,sem eiga að
fá verðbæturnar.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Morgunblaðinu í janúar 2011
 
 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn