
Ríkisstjórn og Seðlabanka hefur algerlega mistekist að halda verðbólgunni í skefjum.Seðlabankinn hefur stanslaust hækkað stýrivexti í þeim tilgangi að halda verðbólgu í skefjum.En svo virðist sem áhrifin af vaxtahækkunum Seðlabankans hafi verið sáralítil. Vaxtahækkanirnar hafa leitt til gengishækkunar krónunnar með slæmum afleiðingum fyrir útflutningsatvinnuvegina. En innflytjendur hafa ekki lækkað verð á innfluttum vörum eins og þeir hafa átt að gera við hátt gengi krónunnar. Þeir eru fljótari að hækka verða innfluttra vara þegar gengi krónunnar lækkar.
Kjarasamningar í hættu
Verðbólgan er nú orðin 5,5% samkvæmt tölum Hagstofunnar,sem birtar voru 12.apríl sl. Þetta er langt yfir viðmiðunarmörkum Seðlabankans og aðila vinnumarkaðarins en þau mörk eru 2,5%. Hafa talsmenn verkalýðshreyfingarinnar sagt að undanförnu, að kjarasamningar verði í uppnámi næsta haust vegna þessarar miklu verðbólgu.Hagstofan segir, að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 2,2%,sem jafngildi 9,1% verðbólgu á ári.
Enginn stöðugleiki
Ríkisstjórnin talar alltaf um að mikill stöðugleiki sé í efnahagsmálum hér á landi. En þetta eru hin mestu öfugmæli. Gengið er á flengfart.Krónan ýmist hækkar eða lækkar. Þetta er mjög slæmt fyrir þá aðila sem þurfa að skipuleggja langt fram í tímann eins og ferðaiðnaðinn og ýmsa útflutningsaðila.Viðskiptahalli er meiri en nokkru sinni áður á lýðveldistímanum.Hinar miklu framkvæmdir við Kárahnjúka og víðar valda gífurlegri þenslu í þjóðfélaginu og geta valdið ofhitnun. Það er mikill óróleiki í íslensku efnahagslífi í dag. Það er enginn stöðugleiki.
Björgvin Guðmundsson
|