Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnHeimahjúkrun í uppnámi

miðvikudagur, 3. mars 2004

 

 

Heimahjúkrun í Reykjavík er nú í uppnámi eftir,að  um 40 starfsmenn hennar hættu störfum um síðustu mánaðamót vegna deilu um kjör ( akstursgreiðslur).Er nú algert neyðarástand í greininni,þar eð ekki er unnt að sinna öllu fólki,sem þarf nauðsynlega heimahjúkrunar við.

   Stjórnendur heimahjúkrunarinnar  ( heilsugæslunnar) vildu breyta akstursgreiðslum starfsmanna,lækka þær.Á það gátu hjúkrunarfræðingar heimahjúkrunar ekki fallist.Þeir vildu óbreytt ástand í þeim efnum.Stjórnendur heimahjúkrunar héldu fast við sín áform og sögðu 40 hjúkrunarfræðingar þá upp störfum. Talið var í fyrstu,að ætlunin væri að spara með breytingu á akstursgreiðslum hjúkrunarfræðinga. En nú segir heilbrigðisráðherra, að ekki sé ætlunin að spara,heldur að bæta þjónustuna! Er erfitt að skilja hvers vegna  heimahjúkrun er öll sett í uppnám og sjúklingar í hættu, ef ekki hefur verið ætlunin að spara.Er ljóst,að deila þessi er algerlega tilbúin og tilefnislaus.Undrun vekur,að búið var að ákveða að taka 50 bíla á leigu fyrir hjúkrunarfræðinga,sem nota átti í stað einkabíla hjúkrunarfræðinga. Verður það án efa dýrara að taka alla þessa bíla á leigu í stað þess að  nota einkabíla. Hjúkrunarfræðingar hafa  sjálfir borið  kostnað af   rekstri bíla sinna annan en þann sem aksturspeningar hafa staðið undir.

  Stjórnmálamenn keppast við að segja,að æskilegt sé að sjúkt fólk og aldrað sé sem lengst í heimahúsum enda mikið ódýrara en að flytja það á sjúkrahús. En síðan  geta ráðamenn leikið sér með  þennan málaflokk,heimahjúkrun,eins og nú hefur komið í ljós. Verður að gera þá kröfu til  stjórnenda heimahjúkrunar og til heilbrigðisráðherra,að deilan verði leyst þegar í stað. 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn