Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnJafnaðarstefna nútímans

mánudagur, 1. desember 2003

 

Mikil breyting hefur orðið á jafnaðarstefnunni frá byrjun síðustu aldar og fram á daginn í dag. Markmið jafnaðarmanna hefur þó ekki breytst. Það er eins og áður frelsi,jafnrétti og bræðralag.Takmark jafnaðarmanna er að koma á þjóðskipulagi,þar sem allir búa við góð kjör.Markmið jafnaðarmanna er að bæta kjör launafólks.  En leiðirnar að markinu eru aðrar í dag en áður. Jafnaðarmenn vildu áður fara leið þjóðnýtingar og  áætlunarbúskapar til þess að jafna tekjurnar í þjóðfélaginu og tryggja fulla nýtingu framleiðslutækjanna. Í dag telja jafnaðarmenn,að unnt sé að ná markmiði jafnaðarstefnunnar  eftir öðrum leiðum, með aðgerðum í skattamálum og félagsmálum,þ.e. með því að beita skattkerfinu og bótakerfi Tryggingastofnunar til tekjujöfnunar.Jafnaðarmenn vilja  ákveða bætur Tryggingastofnunar  ríkisins þannig,að enginn þurfi að líða skort og að bótaþegar geti lifað mannsæmandi lífi. Löggjafinn og ríkisvaldið  eiga að fylgjast með því að framleiðslutækin séu nýtt nægilega og eftirlitsstofnanir að gæta þess, að fylgt sé settum reglum,þar á meðal samkeppnisreglum.

 Einhver mesta breytingin  á stefnu jafnaðarmanna er sú,að nú aðhyllast jafnaðarmenn  frjálsa samkeppni. En jafnaðarmönnum er ljóst,að  frelsi á markaðnum kallar á strangt eftirlit og að það er ávallt viss freisting fyrir fyrirtækin  að misnota frelsið.Stór fyrirtæki geta náð markaðsráðandi stöðu  og takmarkað samkeppni. Ef þau misnota þessa stöðu sína verða yfirvöld að grípa inn í. Okkar markaður er mjög lítill og því meiri hætta en ella á, að fyrirtæki nái markaðsráðandi stöðu.

 

SKATTAR TIL TEKJUJÖFNUNAR

 

 Í síðustu þingkosningum var mikið rætt um skattamál og félagsmál og um stöðu fyrirtækja, bæði almennt og í sjávarútvegi.. Í umræðunni um þessi mál kom vel fram munurinn á  afstöðu jafnaðarmanna og ríkisstjórnarflokkanna til þessara mála. Samfylkingin,flokkur jafnaðarmanna,lagði fram tillögur um aðgerðir í skattamálum til tekjujöfnunar. Í samræmi við það vildi Samfylkingin lækka skatta mest á þeim,sem lægstar höfðu tekjurnar. Sjálfstæðisflokkurinn vildi lækka skatta jafnt á öllum, sem þýddi það, að þeir hæst launuðu fengju mesta skattalækkun. Samfylkingin  barðist einnig fyrir því,að  bætur aldraðra,öryrkja og atvinnulausra yrðu stórhækkaðar til þess að bæta hag þessara hópa en Samfylkingin taldi kjör þeirra óviðunandi. Samfylkingin,flokkur jafnaðarmanna,vildi einnig að settar yrðu skýrar og gegnsæjar reglur um fyrirtækin og eftirlit með þeimSamfylkingin lagði áherslu  á, að  þess yrði gætt, að fyrirtækin misnotuðu ekki markaðsfrelsið.Jafnframt gagnrýndi Samfylkingin harðlega,að útgerðarmenn skyldu fá aflaheimildir fríar og að þeir skyldu geta selt þær öðrum og haft gífurlegan hagnað af því. Taldi Samfylkingin,að þetta fyrirkomulag hefði skapað óhóflega misskiptingu í þjóðfélaginu,sem yrði að leiðrétta.

 

 STENDUR VÖRÐ UM VELFERÐARKERFIÐ

 

 Það er ekki eins mikill munur á stefnu stjórnmálaflokkanna í dag  eins og áður var. Allir flokkar segjast vilja efla velferðarkerfið,  efla Tryggingastofnun og hækka bætur til þeirra,sem standa höllum fæti. Það er  erfiðara en áður að greina á milli flokkanna  í þessu efni. . En þegar grannt er skoðað sést hvaða flokkar vilja aukinn tekjujöfnuð  og hvaða flokkar standa dyggastan vörð um velferðarkerfið. Þrátt fyrir falleg orð allra flokka er sótt að velferðarkerfinu  í dag. Samfylkingin,flokkur jafnaðarmanna vill standa vörð um velferðarkerfið. Hún vill jafna tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu. Hún vill nútíma jafnaðarstefnu.

 

 Björgvin Guðmundsson


viðskiptafræðingur


Birt í Morgunblaðinu 2003N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn