Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnÍraksstríðið: Ekki samþykkt í ríkisstjórn

sunnudagur, 9. janúar 2005

 

 

Forsætisráðherra sagði í kastljósi Sjónvarpsins 6.desember sl.,að  stuðningur Íslands við innrásina í Írak hefði ekki verið formlega samþykktur í ríkisstjórn.Áður hafði verið upplýst,að engin ákvörðun hafði verið tekin um málið á alþingi og málið  var heldur ekki afgreitt í utanríkismálanefnd eins og lög gera ráð fyrir.

 

 Heimildarlaus og ólögleg athöfn

 

  Eftir þessar nýjustu upplýsingar forsætisráðherra er ljóst,að sú ráðstöfun forsætis-og utanríkisráðherra að setja Ísland á lista hinna staðföstu ríkja var heimildarlaus með öllu og ólögleg athöfn.

 Í umræddum kastljósþætti sagði forsætisráherra,að innrásin í Írak hefði verið gerð til þess að koma Saddam Hussein frá völdum.Það er rangt. Innrásin var gerð til þess að uppræta gereyðingarvopn en Bandaríkin sögðu slík vopn vera  í Írak.En einnig sögðu  Bandaríkjamenn,að  Íraksstjórn væri í sambandi við  Al Kaida,hryðjuverkasamtökin.Hvort tveggja reyndist rangt. Það fundust engin gereyðingarvopn í Írak og Írak reyndist ekki í neinum tengslum við Al Kaida. Innrásin var því gerð á fölskum forsendum. Og þegar það kom í ljós,að  engin gereyðingarvopn voru í Írak þá byrjuðu Bandaríkjamenn og fylgisveinar þeirra hér að  reyna að finna nýjar ástæður fyrir innrásinni og þótti þá nærtækast að segja,að koma hafi þurft  Saddam Hussein frá!

 

Stjórnarliðar í vandræðum

 

  Stjórnarliðar eru í miklum vandræðum með að verja  það athæfi forsætisráðherra og utanríkisráðherra að setja Ísland á lista hinna staðföstu ríkja.Þegar þeim er bent á,að ríkisstjórnin hafi aldrei samþykkt það fara þeir undan í flæmingi. Og þegar þeim er bent á, að hvorki alþingi sé utanríkismálanefnd alþingis hafi samþykkt að setja Ísland á umræddan lista svara þeir eitthvað á þessa leið: Íraksmálið var margoft rætt á alþingi og í utanríkismálanefnd. En málið snýst ekki um það hvort einhverjar umræður hafi farið fram um Írak. Málið snýst um það hvort lögleg ákvörðun hafi verið tekin í  ríkisstjórn og á  alþingi um að styðja innrás í Írak og setja Ísland á lista þeirra ríkja,sem studdu innrásina.Sú ákvörðun var aldrei tekin á löglegan hátt. Þess vegna er athæfi tvímenningina ólöglegt. Þeir höfðu ekkert leyfi til þess að setja Ísland á lista þeirra ríkja sem studdu innrásina.

 

Ábyrgð þeirra er mikil

 

 Kjarni málsins er þessi:Það voru  tveir menn sem tóku ákvörðun um stuðning Íslands við árásina á Írak,þ.e. forsætis-og utanríkisráðherra.Þeir tóku þessa ákvörðun í heimildarleysi. Þeir bera því einir ábyrgð  á þessu máli. Ábyrgð þeirra er mikill.Þeir bera meðábyrgð á drápi fjölda manns í Írak, þar á meðal  fjölda barna og kvenna.Allir sem lýstu yfir stuðningi við stríðið eru meðábyrgir.En talið er að alls 100 þús manns,óbreyttir borgarar, hafi látist í stríðinu

Eiga að játa mistök sín

Forsætis-og utanríkisráðherra ættu að játa mistök sín í þessu máli og biðja Íslendinga og Íraka afstökunar.Ljóst er,að þeir fengu rangar upplýsingar frá Bretum og Bandaríkjamönnum.Í janúar n.k. mun birtast auglýsing  í New York Times frá Þjóðarhreyfingunni,sem nú safnar fjármunum hér á landi til stuðnings umræddri auglýsingu. Í auglýsingunni mun Þjóðarhreyfingin og þeir Íslendingar, sem að málinu standa, biðja írösku þjóðina og allan heiminn afsökunar á því, að Ísland  skyldi styðja innrásina í Írak.Þetta er lofsvert framtak hjá Þjóðarhreyfingunni.Það  ber að fagna því.

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 9.jan.  2005

 
N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn