Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



EES samningurinn

þriðjudagur, 25. nóvember 2003

 
             
 
Samningurinn um  Evrópska efnahagssvæðið (EES) er einhver mikilvægasti  milliríkjasamningur,sem Ísland hefur gert.Samningurinn er ekki aðeins viðskipta-og fríverslunarsamningur heldur einnig samningur um frjálsa  flutninga fjármagns,samningur um umhverfismál,menningarmálasamningur,félags-og vinnumálasamningur o.fl.
 
  Mikilvægasti hluti samningsins lýtur að innri  markaði EES,þ.e. sameiginlegum markaði fyrir vörur,fjármagn,vinnuafl og þjónustu ( frelsin fjögur). Samningurinn tengir saman tvö viðskiptabandalög,EFTA,sem er fríverslunarbandalag og Evrópusambandið,sem er tollabandalag og efnahagsbandalag.
 
    MIKLAR DEILUR UM EES AÐILD
 
Ísland gerðist aðili að EES  1.janúar 1994. Miklar deilur voru um aðild Ísland að EES - samningnum. Einkum var deilt um það hvort Ísland væri að afsala sér hluta af sjálfstæði sínu með því að gangast undir það, að fjöldi laga og tilskipana frá ESB yrði hluti af íslenskri löggjöf strax við aðild Íslands að samningnum og að Ísland yrði framvegis að taka einhliða við tilskipunum og reglugerðum frá ESB.Töldu sumir að slíkt framsal á valdi væri brot á stjórnarskránni. Ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu heldur að Ísland gerði tvíhliða samning við ESB en að gengið væri í EES. En þrátt fyrir þessar deilur var aðild Íslands að EES samþykkt á alþingi 1993. Þingmenn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins samþykktu aðildina en  þessir flokkar sátu þá í ríkisstjórn.Þingmenn Alþýðubandalagsins greiddu atkvæði á móti aðild.  Hið sama gerðu flestir þingmenn Framsóknarflokksins en nokkrir þingmenn þess flokks sátu hjá,þar  á meðal Halldór Ásgrímsson,núverandi utanríkisráðherra.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,sem sat á þingi fyrir Kvennalistann, sat einnig hjá. Jón Baldvin Hannibalsson,þáverandi utanríkisráðherra,barðist hatrammlega fyrir aðild Íslands að EES og er óvíst,að úr aðild Íslands hefði orðið, ef baráttu Jóns Baldvins hefði ekki notið við. Deilurnar um aðild Íslands að EES eru nú þagnaðar og vildu nú allir Lilju kveðið hafa. 
 
ÁTTI AÐILD AÐ EES AÐ VERA TIL BRÁÐABIRGÐA?
 
Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna Ísland og raunar önnur EFTA ríki skyldu samþykkja að taka einhliða við tilskipunum frá   Evrópusambandinu. Við fyrstu sýn virðist óeðlilegt, að sjálfstætt ríki taki við tilskipunum og reglugerðum frá  samsteypu annarra ríkja   án þess að hafa verið með í ráðum um undirbúning  þeirra mála frá fyrstu byrjun  og án þess að hafa getað haft áhrif á ákvarðanatöku við afgreiðslu þessara mála. Mér sýnist aðeins ein skýring geta réttlætt þetta: Aðild EFTA -ríkjanna að EES var hugsuð til bráðabirgða,þ.e. á meðan þau voru ekki tilbúinn til þess að ganga í ESB.Þetta fyrirkomulag átti að vera til skamms tíma. Frá því EES var myndað hafa  3 EFTA-ríki þegar gengið í ESB,þ.e. Svíþjóð,Finnland og Austurríki. Aðildin að EES var aðeins skammtíma bráðabirgðafyrirkomulag fyrir þau. Ríkisstjórn Noregs hafði raunar einnig mikinn hug á því að ganga í ESB fljótlega eftir myndun EES. Ríkisstjórnin  sótti um aðild, og fór í samningaviðræður. Samningurinn var lagður undir þjóðaratkvæði í Noregi en var felldur. Ísland hefur hins vegar aldrei sótt um aðild. Þar hafa sjávarútvegsmálin staðið í veginum.
 
 DEILUR UM FRAMLÖG Í ÞRÓUNARSJÓÐ
 
Öll ríki Evrópusambandsins eru aðilar að EES svo og ríki EFTA,önnur en Sviss en það var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu  að Sviss gerðist aðili að EES. Í staðinn hefur Sviss gert tvíhliða samninga við ESB. Gert er ráð fyrir því,að ný aðildarríki að ESB sæki um aðild að EES og fái hana. Nú hefur verið samþykkt mikil stækkun ESB. Mörg ríki í Mið-og Austur-Evrópu verða fullgildir aðilar að sambandinu .Ríki þessi eru mikið skemmra komin í atvinnuuppbyggingu  en  núverandi aðildarríki ESB. Lífskjör eru mikið verri þar en innan ESB. Einkum er landbúnaðurinn óhagkvæmur í mörgum þessara ríkja og þarfnast algerrar endurskipulagningar. Mun ESB verða að veita stórum fjárhæðum í styrki til þessara ríkja til þess að endurskipuleggja landbúnaðinn þar og gera hann arðvænlegan  svo og til þess að lyfta lífskjörum   almennt í þessum nýju ríkjum en það er stefna ESB að jafna lífskjörin í ríkjum sambandsins. Þetta átak verður  mjög kostnaðarsamt fyrir ESB og mun leggja miklar fjárhagsbyrðar á sambandið. Hefur sambandið af þeim sökum  óskað eftir því eða krafist þess að EFTA ríkin leggi stórar fjárhæðir í þróunarsjóð fyrir nýju aðildarríkin.Það eru engin ákvæði í EES-samningnum sem kveða á um það,að EFTA ríkin eigi að greiða einhverja styrki  eða fjárframlög til nýju aðildarríkjanna í Mið-og Austur-Evrópu. Kröfuharka ESB  gagnvart Íslandi og Noregi í þessum efnum er því með ólíkindum.Noregur og Ísland greiddu að vísu í þróunarsjóð til aðstoðar Portugal og Spáni  en þau framlög áttu að vera tímabundin. Með miklum þrýstingi  tókst ESB að knýja  Ísland og Noreg til þess að halda þeim greiðslum áfram. Ætlar ESB greinilega að reyna að endurtaka þann leik en  að vísu í mikið stærri stíl. EFTA-ríkin hafa gert fríverslunarsamninga við ríkin í Mið-og Austur-Evrópu,sem nú eru að ganga í ESB. Njóta EFTA ríkin tollfríðinda  í þessum ríkjum vegna þessara fríverslunarsamninga,t.d.  fyrir  heila síld,sem ekki nýtur tollfríðinda í ESB.Nú óska Ísland og Noregur eftir því að þessi tollfríðindi haldist, þegar hin nýju ríki ganga í ESB. Þegar Finnland og Sviþjóð gengu í ESB var hið sama upp á teningnum. EFTA óskaði þá eftir að tollfríðindi fríverslunarsamninga héldust. Var það að mestu leyti samþykkt. ESB samþykkti  kvóta fyrir áveðið magn af saltsíld o.fl. vörum,sem flytja mátti tollfrjálst inn til ESB vegna eldri fríverslunarsamninga. Nú er annað hljóð í ESB. Nú segja talsmenn ESB að þeim beri engin skylda til þess að láta þessi tollfríðindi haldast. Ætla þeir greinlega að versla við EFTA/EES ríkin um málið. Þeir krefjast bæði heimildar til fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi og  hárra framlaga í þróunarsjóð, ef þessi fyrrgreindu tollfríðindi eigi að haldast. Kröfur ESB eru fáheyrðar. Ég tel fyrri kröfuna ekki koma til greina. Ef Ísland vill  heimila fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi á það að vera sjálfstæð ákvörðun Íslands en ekki vegna kröfu ESB. Og kröfurnar um hin miklu fjárframlög  í þróunarsjóð eru einnig fáheyrðar og ekki kemur til greina að verða við þeim. Aðeins einhver mjög hófleg framlög kæmu til greina að mínu mati.
 
 EES SAMNINGURINN STENDUR
 
 Raddir hafa heyrst um það,EES samningurinn sé í hættu ef Ísland og Noregur verði ekki við kröfum ESB.Það er ekki rétt. EES samningurinn stendur enda þótt ekkert samkomulag verði um framlög í þróunarsjóð. Samningurinn fellur  því aðeins úr gildi að honum verði sagt upp af þjóðþingum allra ríkja ESB,þar á meðal Danmerkur,Svíþjóðar og Finnlands. Það kemur ekki til. Hins vegar gæti ESB ef til vill neitað að láta tollfríðindi eldri fríverslunarsamninga haldast, þegar nýju ríkin ganga í ESB. Það er þó hæpið að Alþjóðaviðskiptastofnunin  (WTO) teldi slíkt standast,þar eð meginreglan er sú,að tollfríðindi,sem samið hefur verið um, skuli standa.En ESB gæti einnig torveldað framkvæmd EES samningsins,ef ekkert samkomulag verður um framlög í þróunarsjóð. Síðast þegar Ísland og Noregur  neituðu að greiða í þróunarsjóð var ESB byrjað að beita slíkum aðferðum. Ekki eru slík vinnubrögð til fyrirmyndar. Verður að vænta þess, að ESB virði EES samninginn á meðan hann er í fullu gildi. Ísland á marga vini meðal aðildarríkja ESB og getur leitað til þeirra þegar erfið mál koma upp. Hins vegar er framkvæmdastjórnin oft  þvermóðskufull og einstrengingsleg og reynir  að komast eins langt og hún getur. Svo hefur verið í þessu máli varðandi þróunarsjóðinn.
 
AÐ MEST LEYTI GÓÐUR SAMNINGUR
 
Í síðustu grein minni,"Ekki tímabært að ganga i ESB" ræddi ég m.a. um framkvæmd EES-samningsins. Gat  ég m.a. um að Ísland fengi ekki að vera með á  öllum stigum við undirbúning og afgreiðslu mála hjá ESB enda þótt mál þessi ættu að takast upp í EES samninginn. Þrátt fyrir þessa vankanta,sem ég ræddi um, er EES-samningurinn  að mestu leyti góður og hagstæður fyrir Ísland. Hann tryggir okkur tollfrjálsan aðgang að markaði EES fyrir nær allar okkar sjávarafurðir.Hann tryggir okkur aðild að sameiginlegum fjármagnsmarkaði  EES,sameiginlegum vinnumarkaði  og þjónustumarkaði.Íslendingar geta stofnað fyrirtæki hvar sem er á markaðnum eða sett upp útibú. Íslendingar þurfa ekki atvinnuleyfi á EES markaðnum. Útboðsmarkaðurinn er sameiginlegur og íslensk fyrirtæki geta tekið þátt í útboðum á öllum EES markaðnum. Mikill fjöldi umbótamála hefur borist hingað til lands frá ESB og flýtt umbótaþróun. Enda þótt tilskipanir berist einhliða  og finna megi að því taka þær yfirleitt til mjög góðra umbótamála, sem Íslendingar fagna. Þetta á t.d. við fjölmargar tilskipanir á sviði  umhverfismála og vinnumála. ASÍ telur að tilskipanir ESB hafi flýtt þróun umbóta á sviði félags-og vinnumála hér á landi. Ísland hefur  einnig tekið þátt í þróunar og rannsóknarverkefnum hjá ESB og notið styrkja til þeirra. Einnig hefur Ísland tekið átt í verkefnum á sviði mennta-og menningarmála og notið þar styrkja. EES samningurinn hefur  tryggt okkur aðild að þessum verkefnum. EES-samningurinn er einstakur í sinni röð og veitir okkur margvísleg réttindi og fríðindi.
 
                                      Björgvin Guðmundsson
                                      viðskiptafræðingur
 
Birt í DV 2003                                     


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn