Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Engin tillaga frá Samfylkingunni á sumarþinginu um málefni aldraðra

fimmtudagur, 14. júní 2007

Ekki kom fram nein tillaga frá Samfylkingunni á sumarþinginu í málefnum aldraðra.Eina tillagan,sem kom fram  í þeim málaflokki, var tillagan frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins um 70 ára og eldri.Þessi staðreynd veldur eldri borgurum miklum vonbrigðum. Þeir bundu miklar vonir við Samfylkinguna miðað við öll þau kosningaloforð,sem flokkurinn gaf, fyrir kosningar um endurbætur í málefnum aldraðra.Tillagan um 70 ára og eldri fór fyrir heilbrigðisnefnd þingsins og enda þótt tillagan væri  stórgölluð  kom engin breytingatillaga fram um  lagfæringar á henni þannig,að hún næði til 67 ára og eldri eins og eðlilegt er þar eð eftirlaunaaldurinn er 67 ár. Ellert Schram situr í heilbrigðisnefnd og hefur sýnt málefum eldri borgara mikinn áhuga en hann flutti engar breytingatillögur í nefndinni um lagfæringar á tillögunni.
Það er að vísu ekki langt liðið frá valdatöku nýju ríkisstjórnarinnar en sumarþingið er kjörinn vettvangur fyrir brýn mál  eins og  málefni aldraðra,sem þola enga bið.Það hefði verið eðlilegt að flytja frumvörp um brýnustu hagsmunamál aldraðra á sumarþinginu. Samfylkingin á ekki að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða ferðinni í þessum málum. Það er ekki nóg að flytja á alþingi tillögu frá landsfundi Sjálfstæðisfokksins.Mestu umbótamálin í þessum málaflokki komu fram í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar,svo sem um að afnema skerðingu tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði,um að afnema   skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka,bæði vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði og um að hækka lífeyri aldraðra  þannig að hann dygði fyrir framfærslukostnaði ,sbr. neyslukönnun Hagstofu Íslands.Það er krafa eldri borgara,að þessi mál komi strax fram en þau verði ekki dregin.
 
Björgvin Guðmundsson 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn