Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ísland vill ekki viðskiptaþvinganir gegn Ísrael

föstudagur, 28. maí 2004

 

 

Össur Skarphéðinsson,formaður Samfylkingarinnar,spurðist fyrir um það á alþingi hvort Ísland væri reiðubúið til þess að beita Ísrael viðskiptaþvingunum vegna síendurtekinna árása Ísraels á Palestínuaraba.Halldór Ásgrímsson,utanríkisráðherra,svaraði því til,að Ísland væri ekki tilbúið til þess. Sagði hann,að viðskiptaþvinganir mundu ekki skila árangri og hin Norðurlöndin væru andvíg slíkum ráðstöfunum.

 

Undarleg afstaða

 

 Svar íslenskra stjórnvalda varðandi þetta efni er undarlegt. Viðskiptaþvingunum var beitt gegn Írak og einnig gegn Suður-Afríku á sínum tíma og flest vestræn ríki voru þá sammála um að beita slíkum ráðstöfunum.Nú er allt í einu talað um að slíkar ráðstafanir skili ekki árangri. Að sjálfsögðu er alltaf spurning hvað viðskiptaþvinganir skila miklum árangri.En viðskiptabann eða viðskiptaþvingun er ekki aðeins ráðstöfun til þess að  skaða viðkomandi ríki viðskiptalega  heldur er hér einnig um að ræða táknræna og sálræna aðgerð. Ef fjölmörg vestræn ríki beita Ísrael viðskiptaþvingunum er ég ekki í nokkrum vafa um,að  það mundi hafa áhrif á stefnu Ísrael gagnvart Palestínuaröbum. Alþjóðasamfélagið getur ekki lengur setið hjá aðgerðarlaust og horft á Ísrael leggja  íbúabyggðir Palestínuaraba í rúst. Ísrael  sendir skriðdreka og flugvélar til þess að gera árásir á íbúðahverfi Palestínuaraba. Konur og börn eru myrt í þessum árásum. Alþjóðasamfélagið segir ekkert við þessu

 

USA heldur hlífiskildi yfir Ísrael

 

.Ef allt væri með felldu ættu öll vestræn lönd að fordæma þessar árásir Ísraels. En Bandaríkin halda hlífiskildi yfir Ísrael og hið sama gera mörg önnur ríki,jafnvel Ísland. Stjórnvöld á Íslandi þurfa ekki að fara eftir öðrum ríkjum,þegar þau taka afstöðu til árása Ísraels á Palenstínuaraba. Ísland getur sjálft tekið afstöðu. Ísland á að fordæma harðlega árásir Ísraels og Ísland á að standa að viðskiptaþingunum gegn Ísrael.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn