Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Blekktu ráðamenn Íslands þjóðina?

miðvikudagur, 3. desember 2003



  Miklar umræður hafa átt sér stað að undanförnu í Bandaríkjunum   og í
Bretlandi um innrás þessara  ríkja í Írak.Stjórnvöld í ríkjum þessum hafa
sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa gert  árás á Írak á fölskum foresendum.
Sagt var,að  Saddam Hussein hefði yfir gereyðingavopnum að ráða og þess
vegna yrði að gera árás á Írak og afvopna Hussein. En engin gereyðingarvopn
hafa fundist  í  landinu. Svo virðist,sem þau hafi ekki verið til.
Bandaríkjamenn og  Bretar héldu því fram, að Írak væri að falast eftir úran
í
Afríku til þess að þróa kjarnorkuvopn. En nú hefur verið upplýst,að skýrslur
um þetta efni voru falsaðar! Þannig stendur ekki steinn yfir steini í
málflutningi Bandaríkjamanna og Breta um nauðsyn árásar á Írak. Meira að
segja Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna viðurkennir nú,að það hafi
ekki verið vegna gereyðingarvopna í Írak,að Bandaríkjamenn gerður innrás  í
landið. Það hafi verið vegna þess ,að atburðirnir 11.september 2001 hafi
veitt Bandaríkjunum nýja sýn á  hættuna,sem stafaði frá Írak og  ýmsum öðrum
þjóðum! Með öðrum orðum: Rumsfeld  viðurkennir,að Bush og aðrir ráðmenn
Bandaríkjanna hafi farið með ósannindi ,þegar þeir "réttlættu" árás á Írak
og sögðu,að Írak hefði yfir gereyðingarvopnum að ráða.
 Breska  þingið samþykkti hinn 3. júní sl. ,að fela utanríkismálanefnd
þingsins að láta fara fram rannsókn á því hvort breska þjóðin og breska
þingið hafi verið  beitt blekkingum, þegar ráðmenn Bretlands "réttlættu"
stríð gegn
Írak. Rannsókn þessari er að mestu lokið.Hún hefur þegar leitt í ljós,að
margt af því sem notað var í röksemdafærslu  fyrir stríði  gegn Írak var
byggt á röngum upplýsingum. T.d. hefur verið upplýst,að fullyrðing bresku
leyniþjónustunnar um að  Saddam Hussein gæti beitt gereyðingarvopnum með 45
mínútna fyrirvara stendst ekki. Fullyrðingin reyndist röng.
Sterkar líkur benda til þess að ráðmenn bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi
hafi beitt almenning og þjóðþingin í löndum þessum blekkingum,þegar ákveðið
var að hefja stríð gegn Írak. En hvernig var þessu farið á Íslandi? Blekktu
ráðamenn Íslands þjóðina,þegar þeir sögðu   nauðsynlegt að styðja árás á
Íraka vegna þess að þeir hefðu yfir gereyðingarvopnum að ráða? Allar líkur
benda til þess að svo hafi verið. Íslenzkir ráðamenn  tóku upp rök
Bandaríkjamanna og Breta í þessu máli og gerðu að sínum. Þeir eru því undir
sömu sök seldir og ráðamenn í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Íslenskir
ráðamenn bera ábyrgð á sínum gerðum í þessum efnum. Þeir geta ekki skotið
sér á bak við aðrar þjóðir.
Í júní sl.  ritaði ég grein í Mbl.  og lagði til að Alþingi skipaði
rannsóknarnefnd til þess að rannsaka hvort íslenskir ráðamenn hefðu staðið
rétt að þeirri ákvörðun að láta Íslendinga lýsa yfir stuðningi við árás
Bandaríkjanna og Bretlands á Írak. Hér með ítreka ég þessa tillögu mína.
Umrædd ákvörðun var hvorki lögð fyrir utanríkismálanefnd Alþingis né Alþingi
sjálft. Skylt er að leggja öll mikilvæg utanríkismál fyrir
utanríkismálanefnd. Ákvæði þar um var brotið. Ég tel  einnig,að leggja hefði
átt málið fyrir Alþingi. En það var ekki gert Það er alvarlegt mál að gera
vopnaða árás á aðra þjóð.Það er í raun glæpur. Það er einnig alvarlegt mál,
að lýsa yfir stuðningi við slíka árás.Ráðamenn Íslands höfðu ekkert leyfi
til þess að  láta Ísland styðja árásina á Írak. Allt bendir til þess að þeir
hafi ekki tekið ákvörðun þar um  á löglegan hátt. Rannsaka þarf hvort svo
var eða ekki.

Björgvin Guðmundsson
viðskiptafræðingur.

Birt í Morgunblaðinu 2003








N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn