Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnEldri borgarar skora á alþingi að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009

laugardagur, 12. maí 2012

Undanfarið hefur kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík rætt við alþingismenn og aðra stjórnmálamenn um kjaramál eldri borgara.Einkum hefur verið rætt um afturköllun á kjaraskerðingu, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir 1.júlíi 2009 en sú kjaraskerðing átti að vera tímabundin samkvæmt því, sem fram kom í athugasemdum við frumvarp um kjaraskerðinguna.Einnig hefur verið rætt um frekari leiðréttingu á kjörum eldri borgara vegna þess, að eldri borgarar drógust aftur úr í kjaraþróuninni á tímabilinu 2009-2012.Aldraðir fengu ekki hliðstæðar hækkanir á lífeyri sínum eins og láglaunafólk fékk á launum sínum á þessum tíma enda þótt það sé tilskilið í lögum, að svo skuli vera.Kjaranefnd FEB telur að hækka þurfi lífeyri aldraðra um 20% til þess að jafna metin.Fleiri kjaramál aldraðra hafa verið rædd við þingmenn og stjórnmálamenn. Landssamband eldri borgara hefur einnig rætt við þingflokkana um kjaramálin.
Mikill stuðningur við kjaraleiðréttingu
Fulltrúar úr kjaranefnd FEB hafa rætt við alla formenn þingflokkanna á alþingi svo og við formann velferðarnefndar alþingis.Þá var rætt við þingflokk Sjálfstæðisflokksins en flokkurinn óskaði eftir fundi.Einnig hafa fulltrúar kjaranefndar FEB rætt við formenn eða fulltrúa allra nýju stjórnmálaflokkanna.Óskað var eftir fundi með nýjum efnahags-og fjármálaráðherra en sá fundur hefur ekki orðið. Farið hefur verið fram á, að flokkarnir styðji framangreind kjaramál aldraðra og að þeir flytji þingsályktunartillögu eða frumvarp þar um, ef þörf krefur.Allir nýju flokkarnir hafa lýst yfir stuðningi við kjarakröfur FEB.Það er mat kjaranefndar FEB, að ríkisstjórnin ætli ekki að leiðrétta kjaraskerðinguna frá 2009 fyrir kosningar og að stjórnin ætli heldur ekki að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna kjaraskerðingar og kjaragliðnunar á krepputímanum.Af þessum sökum telur kjaranefndin, að alþingi verði að taka í taumana og leiðrétta kjör aldraðra. Öryrkjabandalag Íslands er sammála öldruðum í þessu máli.
Ráðamenn standi við fyrirheit sín
Undirtektir alþingismanna við kjarakröfur aldraðra hafa verið misjafnar en yfirleitt góðar.Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa tekið máli aldraðra betur en fulltrúar stjórnarflokkanna.Formenn þingflokka stjórnarflokkanna voru varkárir í tali en lögðu kjarakröfur aldraðra fyrir þingflokkana.Formenn þingflokka stjórnarandstöðunnar tóku vel í að styðja eða flytja tillögur um kjaraleiðréttingu. Hreyfingin hefur boðað frumvarp til leiðréttingar á kjörum aldraðra og öryrkja Það er óþolandi,að ráðamenn standi ekki við gefin fyrirheit í stjórnmálum.Því var heitið á skýran hátt, að kjaraskerðingin,sem tók gildi 1.júlí 2009, ætti að vera tímabundin vegna efnahagserfiðleika.Við það verða stjórnmálamenn að standa.Tímabundin launalækkun ráðherra,þingmanna og embættismanna var afturkölluð í lok sl. árs.Það á að gilda það sama um aldraða og öryrkja.Ef ríkisstjórnin tekur ekki rögg á sig og afturkallar umrædda kjaraskerðingu verður alþingi að taka í taumana og samþykkja afturköllun.Það þýðir ekki í þessu sambandi að skjóta sér á bak við það, að það sé verið að endurskoða lög um almannatryggingar.Það er ekki það sama og að afturkalla kjaraskerðinguna frá 2009 eða að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.Endurskoðun almannatrygginga færir öldruðum engar beinar kjarabætur og óbeinar kjarabætur verða sáralitlar fyrstu ár, ef endurskoðunin verður samþykkt.
Kjaranefnd skorar á alþingi
Kjaranefnd Félags eldri borgara samþykkti á fundi sínum 26.nóvember sl. að skora á alþingi að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 1.júlí 2009. Í ályktuninni segir að tímabundin kjaraskerðing ráðherra,alþingismanna og embættismanna hafi verið afturkölluð í desember 2011.Voru laun ráðherra þá hækkuð um 145 þús. kr. á mánuði og sú hækkun látin gilda í 3 mánuði aftur í tímann! Það sama á að gilda um aldraða og öryrkja.Þeir eiga að fá kjaraleiðréttingu strax og hún á að vera afturvirk eins og hjá ráðherrum og alþingismönnum.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Mbl. 5.desember 2012
 
 
3989
Fjöldi


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn