 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins,sem birt var 20.mars sl. er Framsókn nú komin niður í 10% fylgi, eða svipað og flokkurinn var lengst af með í kosningabaráttunni sl. vor. Það var ekki fyrr en Framsókn hóf mikla auglýsingaherferð,sem kostaði ómældar fjárhæðir,að fylgi flokksins jókst fyrir þingkosningarnar á sl. ári og í kosningunum. Telja má líklegt,að raunfylgi Framsóknar sé ekki meira en 10% eins og flokkurinn fær í skoðanakönnun nú.Er það mjög eðlilegt,að fylgið sé ekki meira,þar eð Framsókn hefur verið hækja íhaldsins í 9 ár og látið að vilja Sjálfstæðisflokksins i öllum málum,m.a. varðandi niðurlagningu Þjóðhagsstofnunar og í öryrkjamálinu.
Samfylking vinnur á
Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins vinnur Samfylkingin á og fær 32% atkvæða.Mundi það fylgi færa samfylkingunni 21 þingmann. Sjálfstæðisflokkur vinnur einnig á og fær 40%.Vinstri grænir og Frjálslyndir tapa hins vegar fylgi. VG sem hafa verið á mikilli siglingu undanfarið hrapa nú niður í 10% fylgi. Framsókn fengi aðeins 6 þingmenn út á fylgi sitt nú. Sjórnarflokkarnir fengju eins þingsætis meirihluta.
Björgvin Guðmundsson |