Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hvers vegna lækkar ríkisstjórnin ekki verð matvæla strax?Leggst á málið allt þetta ár með nefndarskipun.Málið liggur ljóst fyrir

fimmtudagur, 16. febrúar 2006

Umræður fóru fram á alþingi fyrir nokkrum dögum um verðlag matvæla.Málshefjandi var Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Nú brá svo við,að hún og aðrir stjórnarliðar,þar á meðal forsætisráðherra,létu eins og þeir hefðu áhuga   á lækkun matvælaverðs. Samfylkingin hefur tekið þetta mál upp reglulega undanfarin ár undir forustu Rannveigar Guðmundsdóttur og þá hefur stjórnin engan áhuga sýnt á málinu.Síðast haustið 2005 hreyfði Rannveig máli þessu og þá hafði forsætisráðherra engan áhuga á að gera neitt í málinu.Þetta var greinilega brella hjá stjórninni nú að taka mál þettta upp á þingi. Meira að segja forsætisráðherra lét nú skyndilega eins og hann hefði áhuga á verðlækkun matvæla enda þótt vitað sé að Framsókn er andvíg lækkun virðisaukaskatts á matvælum.Fjölmiðlar sáu ekki í gegnum brellu stjórnarinnar. Það var stórfrétt í mörgum fjölmiðlum,að forsætisráðherra vildi lækka verð matvæla! En enginn fréttamaður spurði hvers vegna stjórnin lækkaði ekki verðið strax. Stjórnin getur lækkað virðisaukaskatt,vörugjöld og tolla strax. Það er ekki eftir neinu að bíða. Og stjórnin getur rýmkað innflutning landbúnaðarvara strax en það mundi lækka verð á landbúnaðarvörum.

 Ríkisstjórnin er nýbúin að skipa nefnd um mál þetta,beinlínis í þeim tilgangi að tefja verðlækkun matvæla. Nefndin á ekki að skila áliti fyrr en næsta haust. En það  þýðir,að ekkert verður gert í málinu á meðan nefndin starfar.Ríkisstjórnin er að tefja málið.

 

Björgvin Guðmundsson

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn