Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ekkert nema gömlu íhaldsúrræðin

föstudagur, 8. maí 2009

Hannibal Valdimarsson var mikill verkalýðsleiðtogi  og félagshyggjumaður.Hann var lengi formaður ASÍ og um tveggja ára skeið var hann formaður Alþýðuflokksins ( 1952-1954).  Hann varð ráðherra 1956 og sat í ríkisstjórn í tvö ár.Sagt er,að oft hafi gustað af  honum á ráðherrafundum. Eitt sinn var verið að ræða  úrræði í efnahagsmálum  og Hannibal var ekki ánægður  með úrræðin, sem rætt var um. Að lokum var honum nóg boðið, hann spratt á fætur og sagði: Er  þá ekkert til nema gömlu íhaldsúrræðin. Síðan rauk hann á dyr.
Mér kom þessi saga í hug,þegar " félagshyggjustjórnin",sem nú situr, greip til þeirra  íhaldsúrræða að skera niður almannatryggingarnar, skera niður lífeyri aldraðra og öryrkja.Menn hefðu síst  átt von á því, að ríkisstjórn undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur mundi skera niður velferðarkerfið,skera niður almannatryggingar og bætur elli -og örorklífeyrisþega.en það hefur nú gerst.Menn kusu Jóhönnu og stjórnarflokkana til þess að standa vörð um velferðarkerfið  og ég hefi þá skoðun, að flokkar þessir hafi hlotið meirihluta af þeim sökum en ekki vegna afstöðu  Samfylkingarinnar til ESB.Það eru því gífurleg vonbrigði, að þessi flokkar skuli bregðast trausti kjósenda og snúast gegn almannatryggingum...
Skilin milli stjórnmálaflokkanna eru orðin mjög  óskýr.Gamla  skilgreiningin hægri og vinstri flokkur á ekki lengur við.Það segir ekkert lengur í stjórnmálum að segja,að einhver sé vinstri sinnaður eða hægri sinnaður.Hér áður skipti afstaðan til  eignarhalds fyrirtækja miklu máli.Borgaralegir flokkar vildu  einkarekstur fyrirtækja en jafnaðarmenn og sósailiastar vildu sameign fyrirtækja.Þetta hefur breyst. Nú vilja allir flokkar "blandaðan rekstur".Þó Sjálfstæðisflokkurinn haldi  enn að verulegu leyti við einkarekstur hefur hann einnig staðið að margvíslegum opinberum rekstri  svo sem hjá Reykjavíkurborg og t.d. við rekstur orkufyrirtækja  eins og Landsvirkjunar.Jafnaðarmenn hafa að verulegu leyti látið af andstöðu við  einkarekstur   og hafa stutt einkavæðingu ýmissa stórfyrirtækja í ríkiseign. Slíkt hef'ði verið óhugsandi áður. Það er því erfitt fyrir kjósendur að átta sig á því fyrir hvað flokkarnir standa. Eitt var það,sem Alþýðuflokkurinn og síðar Samfylkingin stóðu alltaf fastir á. Það var  stuðningur við almannatryggingar og velferðarkerfið. Jafnaðarmenn stóðu alltaf dyggan vörð um almannatryggingarnar.En nú er það vígi fallið.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa verið gagnrýndir mikið fyrir einkavæðingu bankanna, Bent hefur verið á,að rangt  hafi verið staðið  að einkavæðingunni.Það hafi verið rangt að einkavæða Landsbankann og Búnaðarbankann báða í einu og  þess hafi ekki verið gætt,að bankarnir lentu í höndum kunnáttumanna í bankarekstri.Horfið var frá upphaflegum markmiðum um að hafa bankana í dreifðri eignaraðild eftir að þeir hefðu verið einkavæddir. Í staðinn hafi þeir verið settir í hendurnar á fáum einkavinum stjórnarflokkanna,sem ekkert kunnu til bankareksturs.Margir telja,að þetta sé aðalástæðan fyrir því að illa fór og bankarnir lentu í þroti á örfáum árum.Einkavæðingin sé aðalalástæða hrunsins..Ég hygg að það sé rétt. En til þess eru vítin að varast þau. Nú eru bankarnir aftur komnir í ríkiseign.Og þá hefði mátt ætla,að "félagshyggjustjórn"  mundi ekki endurtaka sömu mistökin og einkavæða bankana. En yfirlýsingar ráðherra ríkisstjórarinnar benda til þess að svo verði.Þetta er að vísu réttlætt með því að nauðsynlegt sé að setja bankana í hendurnar á erlendum kröfuhöfum.Ég vara við þessu.Hér er um einkaaðila að ræða þó erlendir  séu. Og erlendir einkaaðilar í bankarekstri gerðust  margir hverjir sekir um það sama og þeir íslensku,stunduðu brask og græðgisstefnu og  hækkuðu verð á hlutabréfum bankanna með hæpnum aðferðum.Ég legg áherslu á nauðsyn þess að ríkið eigi verulegan hluta bankanna áfram,helst einn ríkisbankanna og að farið verði mjög varlega i að selja erlendum aðilum hlut í bönkunum.
Ég hefi hér nefnt tvö dæmi,sem sýna,að skilin milli stjórnmálafokkanna eru orðin óskýr: Velferðarkerfið og rekstursform bankanna. Í skattamálunum kemur hins vegar vel fram,að "félagshgyggjuflokkarnir" vilja fara aðrar leiðir en borgaralegu flokkarnir. Stjórmarflokkarnir vilja í skattamálum hlífa hinum lægst launuðu og leggja skatta fremur á þá sem hafa miklar tekjur,þ.e. leggja skattana á breiðu bökin. Ríkisstjórnin hefur þegar boðað og byrjað að  gera skattabreytingar í þessum anda.Skattar eru t.d. hækkaðir á tekjum yfir ákveðnu marki.Skylt þessu er sú stefna stjórnarinnar að  lækka laun tekjuhæstu embættismanna og að enginn hafi hærri laun en forsætisráðherra.Ég tel raunar að ganga ætti lengra á þeirri braut. Eðlilegt er að forsætisráðerra hafi nokkru hærri laun en aðrir embættismenn ríkisins og þess vegna mætti lækka laun hæst launuðu embættismanna í 5-600 þús. á mánuði. Ofurlaunastefnan hefur gengið sér til húðar og hana þarf að snúa niður. Það er ekki réttlætanlegt að yfirmenn hafi margföld laun óbreyttra starfsmanna.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Morgunblaðinu 4.ágúst 2009


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn