Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hefur "félagshyggjustjórnin " brugðist?

laugardagur, 5. júní 2010

 



Miklar vonir voru bundnar við fyrstu meirihlutastjórn jafnaðarmanna á lýðveldistímanum,þegar hún tók við völdum fyrir einu ári.Félagshyggjumenn töldu víst,að hún mundi hrinda í framkvæmd ýmsum mikilvægum umbótamálum enda þótt aðstæður væru erfiðar vegna bankahrunsins.Hefur ríkisstjórnin staðið undir þessum væntingum? Eða hefur “félagshyggjustjórnin” brugðist? Þessum spurningum verður reynt að svara í þessari grein.


Fátækt er talsverð á Íslandi


Stærsta verkefni jafnaðarmanna er að auka réttlæti og jöfnuð í þjóðfélaginu.Misskipting er mikil á Íslandi.Fátækt er talsverð og mun meiri en á hinum Norðurlöndunum. Biðraðir við hjálparstofnanir eftir matarpökkum vitna um fátæktina.Það er okkur til skammar, að fólk skuli þurfa að leita til hjálparstofnana eftir mat. En það er svo naumt skammtað hjá sveitarfélögum til þeirra sem þurfa að fá aðstoð félagsþjónustu,að það dugar ekki til framfærslu. Viðmiðið hjá félagsþjónustu Reykjavíkur er 125 þúsund á mánuði fyrir einstaklinga. Það lifir enginn af svo lágri upphæð. Bætur atvinnuleysistrygginga eru einnig mjög lágar þó þær séu nokkru hærri en viðmið félagsþjónustunnar.Og lágmarkslaun verkafólks eru mjög lág, kr.157 þús. á mánuði fyrir skatt.Það lifir enginn mannsæmandi lífi af þeim launum. Ríkisstjórnin hefur lítið gert til þess að laga þetta ástand. Að vísu voru vaxtabætur hækkaðar.Það hjálpar til. En fátækt í landinu hefur aukist að undanförnu.


Skattastefnan jafnar tekjuskiptinguna


Skatta má nota til þess að jafna tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu.Ríkisstjórnir íhalds og framsóknar beittu sköttum þannig að þeir juku ójöfnuð í þjóðfélaginu.Skattar voru lækkaðir á þeim hæst launuðu en hækkaðir á láglaunafólki. Núverandi ríkisstjórn hefur tekið upp réttlátari stefnu í skattamálum.Skattar hafa verið lækkaðir á þeim lægst launuðu en hækkaðir á þeim sem hærri hafa launin.Með slíkri stefnu er stuðlað að jafnari tekjuskiptingu en áður og það er vel.Ég er ánægður með skattastefnu ríkisstjórnarinnar.Þjóðin hefur skilning á þvi, að í heild þurfi að hækka skatta vegna bankahrunsins.Aðalatriðið er,að þeir séu lagðir réttlátlega á skattþega.


Kjör aldraðra og öryrkja skert


Ég átti von á því að ríkisstjórnin mundi bæta kjör aldraðra og öryrkja.En stjórnin hefur farið í öfuga átt.Í stað þess að bæta kjör lífeyrisþega hefur hún skert þau,skorið þau niður.Það var gert 1.júlí sl.,sama dag og kaup verkafólks hækkaði um 6750 krónur á mánuði.Ég efast um að íhaldsstjórn hefði skert kjör aldraðra og öryrkja sama dag og laun verkafólks hækkuðu. Venjan hefur verið sú undanfarin ár, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur aukist um leið og kaup launþega hefur hækkað.Svo varð ekki sl. ár. Kaup launþega hækkaði á ný 1.nóv.2009 um sömu fjárhæð, 6750 krónur á mánuði og enn sátu lífeyrisþegar eftir.Bætur lífeyrisþega eru skammarlega lágar.Hagstofan hefur birt könnun á meðaltalsútgjöldum fólks til neyslu.Samkvæmt könnun,sem birt var í desember 2009, nema meðaltalsútgjöld einstaklinga 297 þús á mánuði án skatta,framreiknað samkvæmt neysluvísitölu til des.Landssamband eldri borgara telur,að miða eigi lífeyri aldraðra við þessa könnun Hagstofunnar. Samkvæmt því ætti lífeyrir aldraðra einhleypinga að nema yfir 300 þúsund á mánuði en lífeyrir þeirra frá TR er í dag aðeins helmingur af þeirri fjárhæð.Eldri borgarar geta ekki lifað mannsæmandi lífi af þeim smánarlega lágu bótum,sem þeir fá frá Tryggingastofnun.


Standa verður við kosningaloforðið um fyrningu veiðiheimilda


Eitt stærsta kosningamál stjórnarflokkanna var að fara ætti fyrningarleið í sjávarútvegsmálum.Fyrna ætti kvótann á 20 árum og úthluta honum á ný til útgerðarmanna og nýrra aðila,sem vildu hefja útgerð.Ekki var tilgreint hvernig úthluta ætti kvótanum á ný en rætt hefur verið um að bjóða mætti upp veiðiheimildirnar eða þá að úthluta þeim eftir ákveðnum reglum.Fullnægja yrði athugasemdum Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna við nýja úthlutun, þannig að látið yrði af mannréttindabrotum.Ekki er ljóst hvort Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra ætlar að efna kosningaloforð stjórnarflokkanna og ákvæði stjórnarsáttmálans um fyrningarleiðina. Hann dregur lappirnar í málinu. Kjósendur munu ekki líða það að stefna stjórnarflokkanna í þessu máli verði svikin.Krafa þeirra er sú,að staðið verði við kosningaloforðin.Ella getur stjórnin farið frá. Fyrning veiðiheimilda á 20 árum er síst of ströng..Það er í raun málamiðlun.


Niðurstaðan af framangreindu yfirliti er þetta: Ríkisstjórnin hefur enn ekki unnið sér inn sæmdar heitið félagshyggjustjórn.Hún hefur enn ekki gert nægar ráðstafanir til tekjujöfnunar.Og stærsta ranglætismálið og það mál sem valdið hefur mestri tekjumismunun í þjóðfélaginu er enn óleyst, kvótamálið.Þjóðin verður að taka veiðiheimildirnar í eigin hendur og úthluta á ný gegn sanngjörnu gjaldi.


Björgvin Guðmundsson

Birt í Fréttablaðinu 6.mai 2010



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn