Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnFátækt á Íslandi hefur aukist í tíð ríkisstjórnarinnar

föstudagur, 21. október 2005

 

 

 

Það er mikið rætt um velmegun á Íslandi um þessar mundir.Og víst er mikil vinna í landinu nú og margir hafa miklar tekjur.En hvernig má það  vera,að  á sama tíma skuli fátækt aukast hér og kjör aldraðra og öryrkja versna  í samanburði við kjör láglaunafólks á almennum vinnumarkaði. Í dag búa 20-30 þús manns  við fátækt á Íslandi,þ.e. hafa tekjur undir fátæktarmörkum.Ástandið er verst hjá einstæðum mæðrum en margir einhleypir karlmenn búa einnig við mikla fátækt og erfiðar aðstæður.Árið 2001,þegar núverandi stjórnarflokkar höfðu verið 6 ár við völd,  voru 13,2% af framteljendum með tekjur undir fátæktarmörkum. Talan hafði hækkað úr 8,8% af tölu framteljenda 1995 í 13,2%.

Fátækt er meiri á Íslandi en í nokkru hinna Norðurlandanna. T.d. er tvöfalt meiri fátækt á Íslandi en í Noregi.Allt að 30% ellilífeyrisþega og 31% einstæðra foreldra lifa undir fátæktarmörkum á Íslandi. Í hinum norrænu löndunum búa 6,6-13,5%  einstæðra foreldra við fátækt. Ellilífeyrir er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum.

 

Vantar 40 þús. á mánuði

 

 Samkvæmt bók Hörpu Njáls félagsfræðings um fátækt á Íslandi,sem kom út fyrir nokkrum árum, vantaði þá til jafnaðar 40 þús.kr. á mánuði upp á ,að bætur almannatrygginga dygðu til framfærslu bótaþega.Samkvæmt upplýsingum Sigrúnar Reynisdóttur formanns samtaka gegn fátækt á Íslandi hefur ástandið versnað í þessum efnum undanfarin ár.Fátækt hefur enn aukist. Fátæktin er blettur á íslensku samfélagi. Það er til skammar,að íslensk stjórnvöld skuli ekki gera ráðstafanir til þess að útrýma fátækt í landinu. Það eru nógir peningar til.Ríkið fékk 67 milljarða fyrir Símann en ekki fór ein króna af þeim peningum til fátækra.Hins vegar á að eyða 600-1200 milljónum kr. í  kostnað við framboð Íslands til Öryggisráðs Sþ. Og það kostaði einnig hátt í milljarð kr. að koma upp sendiráði í Japan. Og þannig mætti áfram telja. Það er bruðlað með peninga  í alls konar óþarfa en  sagt,að engir peningar séu til þegar bæta á hag fátækra,aldraðra og öryrkja.

 

 Mikil skerðing hjá öldruðum og öryrkjum

 

Árið 1995 var skorið á sjálfvirk tengsl milli tryggingabóta aldraðra og öryrkja og lágmarkslauna. Síðan hafa kjör elli-og örorkulífeyrisþega versnað mikið í samanburði við kjör láglaunafólks.Nú er svo komið,að það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 17 þús .kr. á mánuði til  þess,að lífeyrir þessa fólks verði sá sami og hann hefði verið, ef hann hefði alltaf hækkað í samræmi við hækkun lágmarkslauna frá 1995.Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur haft mikla fjármuni af  öldruðum og öryrkjum á sl. 10 árum. Það eru margir tugir milljarða. Til þess að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja og skila þeim aftur því,sem tekið hefur verið af þeim á þessu tímabili hefðu þeir átt að fá drjúgan hluta söluandvirðis Símans. En þeir fengu ekki krónu.Ríkisstjórnin miklast af því hvað hún hafi mikla peninga handa á milli vegna sölu Símans og hún dreifir þessum peningum í allar áttir og langt fram í tímann.Ríkisstjórnin sniðgengur Alþingi  í þessu efni og gefur því langt nef.Hún gleymir öldruðum,öryrkjum og fátækum,þegar hún deilir út 67 milljörðum kr. ,sem hún hefur raunar enga heimild til að gera. Ríkisstjórnin fer ekki með fjárveitingavaldið.

 

 Fólkið krefst leiðréttingar

 

Fólk,sem hringir  í  útvarpsstöðvarnar, til þess að tjá hug sinn krefst leiðréttingar í málefnum aldraðra og öryrkja og það krefst þess að fátækt verði útrýmt. 27% kauphækkun til handa bankastjórum Seðlabankans gengur fram af fólki á sama tíma og ástandið er eins og það er í málefnum aldraðra,öryrkja og fátækra. Á sama tíma og það er upplýst,að öll umsamin kauphækkun verkafólks  á þessu ári er uppurin vegna verðbólgu er verið aðstórhækka kaup manna sem hafa yfir 1 milljón á mánuði í kaup. Og það er upplýst,að ráðherrar,sem hætta í stjórnmálum og fara í önnur störf fá bæði eftirlaun og laun í nýju starfi.Þetta er  stórfelld mismunun,þar eð verkafólk,sem hættir störfum fær lítil sem engin eftirlaun og sætir  stórfelldri skerðinu á tryggingabótum,ef það hefur einhver smá eftirlaun úr lífeyrissjóði.Sennilega er ástandið í eftirlaunamálum þjóðarinnar brot á stjórnarskránni. Sumir eru með margföld lífeyrisréttindi en aðrir með ein  réttindi og mikla skerðingu á þeim. Samkvæmt stjórnarskránni á að ríkja jafnrétti í þjóðfélaginu.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu  20.oktober 2005

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn