Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnAðstaða aldraðra er enn til skammar

föstudagur, 2. mars 2007

 

Sif Friðleifsdóttir,heilbrigðis-og tryggingaráðherra, skrifar grein í Morgunblaðið 22.febrúar . undir fyrirsögninni:” Þjónusta við aldraða stórbætt”. Á hverju byggist  framangreind fullyrðing?:

Í byrjun greinarinnar segir, að grettistaki hafi verið lyft við að bæta stöðu aldraðra hér á landi. Og í beinu framhaldi af þessari fullyrðingu segir. Nú er svo komið  að hlutfallslega fleiri aldraðir vistast á stofnunun hér á landi en í nágrannaríkjunum. Hér er sem sagt gefið í skyn, að  grettistakið hafi verið fólgið í því að vista fleiri á stofnunum en í nágrannaríkjum okkar og mætti skilja á greininni að þessi breyting sé nokkuð sem gerst hafi  í tíð ráðherrans í embætti. Hér beitir ráðherrann  áróðursbragði. Það hefur verið svo um langt skeið, að hlutfallslega  fleiri hafa  verið vistaðir á stofnunum hér á landi en í nágrannlöndum okkar. Þetta er ekki nein breyting, sem hefur verið að gerast síðustu mánuðina eða síðustu misserin. Nágrannalönd okkar telja einfaldlega, að það sé æskilegra að vista aldraða  í heimhúsum og á litlum sambýlum en á stórum hjúkrunarheimilum.Þess vegna hafa þau farið út á þá braut. Landssamband eldri borgara er á sömu skoðun og hefur tekið upp baráttu fyrir slíkri breytingu hér á landi.Ráðherrann segir , að búið sé að stórefla heimahjúkrun og lífeyrisgreiðslur hafi verið auknar. Efling heimahjúkrunar er mjög lítil enn sem komið er ( 200 millj kr. aukaframlag í ár) en ekki skal efast um vilja ráðherra til þess að bæta þennan þátt í framtíðinni.Aukning á lífeyrisgreiðslum aldraða er sáralítil og til skammar.

 

Smánarsamkomulagið

 

 Næst víkur ráðherra að smánarsamkomulagi  ríkisstjórnar og Landssambands eldri borgara frá síðasta sumri.Nefnir hún m.a. frítekjumarkið fræga, að aldraðir megi nú vinna fyrir 25 þúsund á mánuði án þess að það skerði lífeyri frá almannatryggingum.. Þetta er smánarlega lítið.Það fer enginn aldraður út að vinna fyrir 25 þúsund á mánuði. Ráðherrann segir, að  breytingar á lífeyrisgreiðslum, minni skerðingar og fleira, sem koma  eigi til framkvæmda á löngum tíma í framtíðinni  muni kosta ríkissjóð marga milljarða. Það er hæpið að tína til kostnað við slíkar breytingar  einhvern tímann í framtíðinni. Það verða engar breytingar án samþykkis alþingis hverju sinni og í rauninni er ekki eðlilegt að fjalla um annað en það sem á að gerast  á þessu ári.Eðlilegast er raunar  að fjalla fyrst og fremst um það sem á að gerast í þessu efni fyrir kosningar, þ.e. á valdatíma ríkisstjórnarinnar. Og hvað er það: Jú ríkisstjórnin  hækkar  lífeyri aldraðra um nokkrar krónur, þannig ,að lífeyrir einhleypinga, sem ekki eru í lífeyrissjóði,   er nú 126 þúsund krónur á mánuði. Það  eru öll ósköpin,sem ríkisstjórn og ráðherrar geta stært sig af. Á sama tíma eru meðaltals neysluútgjöld einstaklinga 210 þúsund á mánuði án skatta. Það vantar því um 100 þúsund krónur á mánuði upp á að lífeyrir einstaklinga frá almannatryggingum dugi til framfærslu. Það er von, að ríkisstjórnin segi, að þjónusta við aldraða hafi verið stórbætt og lífeyrisgreiðslur auknar mikið. Þetta var til skammar fyrir breytingarnar. Og þetta er til skammar eftir breytingarnar. Það er alveg sama hvað ráðherrarnir skrifa margar áróðursgreinar. Ástandið í málefnum aldraðra er til skammar.

 

Geta ekki eignað sér lífeyrissjóðina

 

 Það er algerlega út í hött fyrir ráðherra og ríkisstjórn að eigna sér lífeyrissjóði landsmanna. Lífeyrissjóðirnir hafa verið byggðir upp af verkalýðsfélögunum og félagsmönnum.Þeir eru eign félagsmanna. Þegar þeir voru stofnaðir var félagmönnum sagt, að þeir fengju lífeyrinn óskertan á elliárum.Lífeyririnn átti að fást að fullu og ekki að valda neinum skerðingum.Stjórnvöld hafa komið málum svo fyrir, að  félagsmenn fá ekki nema brot af lífeyrinum greiddan út þegar komið er á elliárin. Hitt fer í skatta og skerðingar. Þeir, sem eiga að hafa þokkalegan lífeyrissjóð á elliárum  verða að sæta mikilli skerðingu hjá almannatryggingum. Þeir fá enga tekjutryggingu eða uppbætur og verða að láta sér nægja rúmlega 20 þúsund krónur á mánuði úr tryggingakerfinu.Þeim er harðlega refsað fyrir að hafa greitt í  lífeyrissjóð alla ævi. Það er fráleitt að  leggja lífeyri úr lífeyrissjóði við lífeyri almannatrygginga þegar lífeyrisgreiðslur eru bornar saman við lífeyri erlendis. Félagsmenn lífeyrissjóða eiga lífeyrinn þar og ríkisvaldið hefur ekkert með þær eignir að gera. Ríkisvaldið getur ekki  eignað sér lífeyrissjóðina til þess að fegra myndina vegna slælegrar frammistöðu í lífeyrismálum  almannatrygginga.

 

Ísland lætur minnst til aldraðra og öryrkja

 

 Ef litið er á framlög íslenska ríkisins til  aldraðra og öryrkja á árinu 2004 kemur í ljós, að þau  voru sem hér segir ( hlutfall af þjóðarframleiðslu)::Danmörk 15,2%, Finnland 13%, Noregur,12,7%, Svíþjóð 18,3%,Færeyjar 12,4% og Ísland rak lestina með 11%..Hið sama kemur í ljós, ef litið er á framlög Norðurlanda til félagsmála í heild ( almannatrygginga) 2004. Framlög hinna Norðurlandanna eru hærri en framlag Íslands að Noregi undanskildu. Þessar tölur tala sínu máli..

 

 

 

Björgvin Guðmundsson .

 

Birt í Morgunblaðinu 2.mars 2007

 

 

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn