Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Aldraðir:Mælirinn er fullur

laugardagur, 23. desember 2006

 

Ríkisstjórnin hefur gumað mikið af því undanfarið, að hún hafi verið gera stórátak í lífeyrismálum aldraðra. En hver er sannleikurinn í því máli? Hann er , ríkisstjórnin  hefur stigið hænufet í lífeyrismálum aldraðra. Lífeyrir aldraðra einstaklinga (einhleypinga) frá Tryggingastofnun er 123 þúsund krónur á mánuði fyrir skatta..Miðað er við þá sem ekki eru í lífeyrissjóði og verða treysta eingöngu á almannatryggingar. Ríkisstjórnin ætlar hækka þessa fjárhæð um 3 þúsund krónur um áramót eða í 126 þúsund krónur. Þetta kalla ég hænufet.Það breytir litlu eða engu hvort lífeyrisþeginn fær 123 þúsund eða 126 þúsund. Það er jafnmikil hungurlús eftir sem áður og engin leið lifa mannsæmandi lífi af þessari fjárhæð. Af þessari fjáhæð verður lífeyrisþeginn greiða skatta og verða þá aðeins um 107 þúsund krónur eftir þegar þeir hafa verið greiddir.- Fyrr í sumar  samdi ASÍ  við atvinnurekendur um leiðréttingu á launum launþega vegna verðbólgunnar og inn í því samkomulagi var, aldraðir fengju svipaða leiðréttingu en rausnarskapur ríkisstjórnarinnar var slíkur, aðeins 400 lífeyrisþegar fengu fulla leiðréttingu.

 

Mega vinna fytrir 25 þúsund á mánuði!

 

  Ekki tekur betra við þegar athugað er hvað lífeyrisþegar mega vinna mikið án þess bætur þeirra verði skertar. Það eru 25 þúsund krónur á mánuði. Þetta er hlægilega lág upphæð. Ríkisstjórnin ætlaði upphaflega láta það ekki taka gildi fyrr en  á árunum 2009 og 2010, lífeyrisþegar mættu vinna fyrir einhverju lítilræði án þess bætur þeirra væru skertar. En hefur hún flýtt gildistökunni til næstu áramóta vegna þrýstings frá samtökum aldraðra.Telur ríkisstjórnin sig hafa unnið stórvirki með því flýta gildistöku á þessu lítilræði til næstu áramóta! En þetta er aðeins hænufet,sem ríkisstjórnin er stíga.

 

Aldraðir eru reiðir og vonsviknir

 

Eldri borgarar  eru bæði reiðir og vonsviknir vegna framkomu ríkisstjórnarinnar við þá.Ríkisstjórnin hefur  komið mjög illa fram við aldraðra.Hún hefur hundsað þá og hafnað réttlátum kröfum þeirra um kjarabætur. Það sem ríkisstjórnin hefur gert í kjaramálum aldraðra er alger hungurlús.Neysluútgjöld einstaklinga samkvæmt nýrri könnun hagstofunnar eru nú 210 þúsund á mánuði.Ríkisstjórnin lætur aldraða einstaklinga,sem ekki eru í lífeyrirssóði, fá 123 þúsund á mánuði.Það lifir enginn mannsæmandi lífi af þeirri fjárhæð og  það vantar 87 þúsund krónur á mánuði upp á að þessi  lífeyrir nái meðaltals neysluútgjöldum einstaklinga samkvæmt könnun Hagstofunnar.Nú finnst eldri borgurum mælirinn fullur.Þess vegna ræða þeir nú í fullri alvöru um sérframboð til alþingis. En það er enn tími til stefnu fyrir stjórnmálaflokkana. Ríkisstjórnin getur enn tekið sig á og stjórnarandstaðan getur stórbætt tillögur sínar. Þær ná enn ekki nógu langt.

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Morgunblaðinu 23.desember 2006



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn