Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnNeysluútgjöld einstaklinga 201 þúsund á mánuði

föstudagur, 24. nóvember 2006

 

 

 

Á almennum fundi Félags eldri borgara í Reykjavík(FEB),sem haldinn var 17.nóvember sl.,. kom fram mikil óánægja eldri borgara með kjör aldraðra. Skýrt var frá því á fundinum, að ríkisstjórnin hefði ákveðið, að frítekjumark vegna atvinnutekna skyldi vera 25 þúsund krónur á mánuði. Félagsmönnum þótti þetta svo nánasarlegt hjá ríkisstjórninni, að meirihluti fundarmanna vildi skila þessu aftur til ríkisstjórnarinnar! Fram kom á fundinum mikill áhugi á því að eldri borgarar byðu fram í væntanlegum alþingiskosningum.

 

Neysluútgjöld komin í 201 þúsund á mánuði

 

Af hálfu kjaranefndar FEB var gerð grein fyrir tillögum kjaranefndar um kjaramál.Fram kom, að kjaranefnd hefði samþykkt, að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum skyldi miðast við könnun Hagstofunnar um neysluútgjöld og leiðréttast í samræmi við hana í tveimur áföngum. Skyldi lífeyrir einhleypinga, sem ekki væru í lífeyrissjóði, hækka í 160 þúsund á mánuði um næstu áramót og leiðréttur að fullu 1.janúar 2008, þ.e. fara í 201 þúsund á mánuði..Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eru útgjöld einhleypinga nú 201 þúsund á mánuði,með vísitöluhækkun..Það er fyrir utan skatta. Tillaga þessi hefði verið lögð fyrir framkvæmdastjórnLandssambands eldri borgara en LEB hefði ekki viljað fara hærra en í 133 þúsund á mánuði frá næstu áramótum.Tillaga stjórnarandstöðunnar er hin sama,þ.e. að lífeyrir aldraðra hækki í 133 þúaund á mánuði hjá einhleypingum.

 

Óviðunandi kjör

 

Tillögur Landssambands eldri borgara og stjórnarandstöðunnar eru óviðunandi. Samkvæmt þeim vantar 68 þúsund  á mánuði upp á, að þær nægi fyrir neysluútgjöldum einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands.Tillaga ríkisstjórnarinnar kveður á um, að lífeyrir aldraðra hækki í 126 þúsund um næstu áramót,þ.e. hækki um  3 þúsund krónur. Þetta er hlægilega lítil hækkun. Það er til skammar,að ríkisstjórnin skuli skammta öldruðum slíka hungurlús á sama tíma og stjórnarflokkarnir státa af því,að Ísland sé ein ríkasta þjóð í heimi.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 24.nóvember  2006

 

  N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn