Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnAðgerðarlítil ríkisstjórn.Lítið skárri en þegar Framsókn var i stjórn

miðvikudagur, 2. janúar 2008

 
Aðgerðarlítil ríkisstjórn
 
 

Ríkisstjórnin  hefur nú setið við völd  í 7 mánuði.Það er nægilega langur tími til þess að ljóst sé hvert stjórnin stefnir og hver helstu stefnumál stjórnarinnar séu.Samfylkingin,flokkur jafnaðarmanna, á aðild að stjórninni.Hefur Samfylkingin sett mark sitt á stjórnina? Hefur þess orðið vart, að jafnaðarmenn  eigi sæti í ríkisstjórn Íslands? Þess hefur lítt  orðið vart.

 

Ekkert minnst á kvótakerfið

 

 Í alþingiskosningunum sl. vor  lagði Samfylkingin höfuðáherslu  á  velferðarmálin.Samfylkingin  kvaðst vilja efla almannatryggingar, bæta kjör aldraðra,  öryrkja og barna. Einnig kvaðst Samfylkingin vilja auka jöfnuð í þjóðfélaginu og draga úr misskiptingu, sem hefði stóraukist. Hins vegar minntist Samfylkingin  lítið sem ekkert á  kvótakerfið í kosningunum og nauðsyn þess  að stokka   það kerfi  upp.En úhlutun gjafakvóta til fárra útvaldra og   frjáls sala þeirra er eitthvert mesta ranglæti íslensks þjóðfélags.Ég sakna þess því mjög, að ríkisstjórnin skuli ekki láta þetta stórmál til sín taka.Einn af forustumönnum Sjálfstæðisflokksins, Sturla Böðvarsson, forseti alþingis,sagði í ræðu,að nauðsynlegt væri að stokka kvótakerfið upp.

 

Lífeyrir aldraðra hækki í 210 þúsund á mánuði

 

Ekkert gerist  varðandi  fiskveiðistjórnunina eða kvótakerfið. En hvað með velferðarkerfið? Hvað með  eflingu almannatrygginga og bætt kjör aldraðra? Lítið hefur enn gerst varðandi  bætt kjör aldraðra.Samfylkingin sagði fyrir kosningar, að leiðrétta þyrfti kjör aldraðra. Þau hefðu dregist mikið aftur úr í launaþróun og verðlagsþróun.Samfylkingin sagði,að  miða ætti lífeyri aldraðra við útkomu úr neyslukönnun Hagstofu Íslands varðandi  neysluútgjöld einstaklinga.Samkvæmt könnun Hagstofunnar 15.desember 2006  nema þau 210 þúsund á mánuði. Samfylkingin  kvaðst vilja leiðrétta kjör aldraðra í áföngum. Í stjórnarsáttmálanum segir, að  styrkja eigi stöðu aldraðra.En ekkert hefur gerst enn.Eru nú litlar horfur á því,að kjör aldraðra verði bætt  fyrir áramót.Ég hefi undanfarið lagt áherslu á það, að fyrsti áfangi leiðréttingar á kjörum aldraðra tæki gildi fyrir áramót.Ég ítreka þá ósk mína  hér.

 

Afnema ber skerðingar tryggingabóta

 

 Endurskoðun  laga um almannatryggingar er hafin á vegum félagsmálaráðherra. Vonandi mun sú endurskoðun leiða  til endurbóta á kerfinu í heild.Nauðsynlegt er að einfalda  allt kerfið og fækka bóaflokkum. Draga  þarf stórlega úr öllum skerðingum á bótum almannatrygginga og stefna  að því að afnema þær með öllu. Engar skerðingar eiga sér stað í Svíþjóð. Úr því að Svíar hafa efni á því að sleppa öllum skerðingum  hafa Íslendingar einnig efni á því.Samfylkingin hét því í kosningunum að bæta hag barna. Félagsmálaráðherra  hefur þegar hafið framkvæmd á því stefnumáli.

 

Hækka þarf skattleysismörkin

 

Í stjórnarsáttmálanum segir að lækka eigi skatta og auka jöfnuð í   þjóðfélaginu.Ekki er að búast við skattalækkunum i bráð. Ef til vill verða skattar eitthvað lækkaðir í lok kjörtimabilsins. Samfylkingin hefur gagnrýnt það mjög, að skattleysismörkin skuli  ekki hafa hækkað í samræmi við breytingar á launa-og verðvisitölu. En skattleysismörkin væru í dag nálægt 150 þúsund á mánuði, ef  þau hefðu breytst eðlilega frá 1988 .Þau eru í dag 90 þúsund á mánuði. Það væri mikil kjarabót fyrir láglaunafólk og eldri borgara, ef þau væru hækkuð í 150 þúsund á mánuði. Með myndarlegri hækkun skattleysismarkanna væri auðveldast að  vinna að því stefnumarki ríkisstjórnarinnar að auka jöfnuð í   þjóðfélaginu.

 

Lítið um aðgerðir

 

Það eru ágæt stefnumið i stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en það hefur verið lítið um framkvæmdir enn. Ríkisstjórnin hefur verið fremur aðgerðarlítil það sem af er.

Vonandi stendur það til bóta.

 

   Björgvin Guðmundsson  

Birt í Morgunblaðinu 2.janúar  2008                                       


s


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn