Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Mistök Landsbankans við sölu á Borgun

laugardagur, 23. janúar 2016

Í lok ársins 2014 seldi Landsbankinn þriðjungshlut sinn í Borgun,Visakortfyrirtæki.Það,sem var sérkennilegtvið þessa sölu, var það,að ekkert útboð fór fram,heldur voru kaupendur handvaldir.M.ö.o: :Það var aðeins fyrir vissa útvalda að fá að bjóða í hlutinn. Salan fór fram.Meðal kaupenda var föðurbróðir Bjarna Benediktssonar ,fjármálaráðherra.Nokkru eftir að hinir nýju eigendur höfðu eignast Borgun samþykkti félagið að greiða nýjum eigendum umtalsverðan arð. Gárungarnir sögðu þá,að nýju eigendurnir hefðu greitt fyrir Landsbankahlutinn með arðinum! Þegar alþingi kom saman á ný í vikunni stóð upp Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og gagnrýndi sölu Landsbankans á Borgun harðlega.Fór hann fram á,að alþingi rannsakaði söluna. Árni Páll sagði,að Borgun væri að fá á annan tug milljarða í arð af sölu Visa Europe til Visa Inc en sú sala hefði verið fyrirsjáanleg þegar Landsbankinn hafi selt Borgun. Við sambærilega sölu á hlut í Valitor hefði Landsbankinn sett ákvæði í sölusamninginn um að bankinn fengi hlut af arði vegna sölu Visa Europe til Visa Inc.Sambærileg ákvæði hefðu átt að vera í sölusamningi vegna sölu Landsbankans á Borgun. Árni Páll taldi,að Landsbankanum hefðu orðið á mistök við söluna á Borgun.Þetta væri eitt stórt klúður.Þessi mistök lofa ekki góðu um væntanlega sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum.-Bankastjóri Landsbankans hefur nú lýst því yfir,að við sambærilega sölu í framtíðinni verði söluferlið opið. Með þeirri yfirlýsingu hefur bankastjórinm viðurkennt,að ranglega hafi verið staðið að sölunni á Borgun. Eftirlits-og stjórnskipunarnefnd alþingis ætlar að rannsaka sölu Landsbankans á Borgun. Ekki er vanþörf á. Fyrir handvömm tapar Landsbankinn meira en tug milljarða. Þetta er banki í eigu okkar. Það hefði mátt nota þessa peninga í Landsspítalann og fyrir aldraða og öryrkja.Sama má segja um 2 milljarða,sem rïkisstjórnin setur í einhvern fjárfestingarbanka í Asíu.Ísland á ekkert erindi í þann banka. þessir 2 milljarðar hefðu átt að fara til aldraðra og öryrkja Björgvin Guðmundsson .             .


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn