
Forsætisráðherra hélt ræðu á viðskiptaþingi í gær og sagði m.a.,að ekki kæmi til greina að aðskilja grunnnetið frá Símanum við sölu hans. Ýmsir málsmetandi Framsóknarmenn,þar á meðal þingmenn,hafa undanfarið sagt,að ekki ætti að selja grunnetið,þegar Síminn yrði seldur. Ríkið ætti áfram að eiga grunnnetið til þess að tryggja dreifingu út um hinar dreifðu byggðir.Töldu margir,að Framsókn mundi því leggjast gegn sölu grunnnetsins.Íhaldið hefur hins vegar alltaf viljað selja allt saman. Og nú er ljóst,að Íhaldið hefur haft sitt fram og beygt Framsókn eina ferðina enn. Íhaldið beygði Framsókn,þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður. Íhaldið beygði Framsókn í fjölmiðlamálinu. Og nú beygir Íhaldið Framsókn í Símamálinu.
|